Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 160
í sjóinn. Ekki veit ég, hvað það heitir, en það er mjög hátt og bratt,
hamrar efst og skriður þar fyrir neðan og svo hamrar neðst og sjór-
inn undir niðri. Vegurinn milli Borgarfjarðar og Njarðvíkur liggur
eftir þessum skriðum — mig minnir þær heita Njarðvíkurskriður.
Ég hef farið einu sinni yfir þær með föður mínum og eru nú milli 50
og 60 ár síðan. Við komum frá Desjarmýri, riðum út að Nesi
(Snotrunesi). Þar bjó þá Hjörleifur Arnason sterki. Nes er yzti bær
þeim megin fjarðar, en Höfn hinum megin. Þar bjó þá Jón bróðir
Hjörleifs (Hafnarbræður). Hjörleifur fylgdi okkur út yfir skriðurn-
ar. Gatan var svo tæp, að ég skil varla, að hestar hefðu getað mætzt
þar nema með lífsháska. Þar, sem mig minnir, að skriðurnar væru
tæpastar eða hættulegastar, stóð þá kross. Það var trékross all-
mikill og á hann rist nokkur orð á latínu, mig minnir þess inni-
halds: Hver sem fer um þennan veg, falli fram og tilbiðji guð.
Þenna kross, sem ég sá, hafði Hjörleifur smíðað og rist á letrið
og endurnýjað þann gamla kross, sem þar stóð áður en kominn
var að falli. Mig minnir, að Hjörleifur segði, að sú skylda lægi á
Nesbónda að halda krossinum við og að svo væri framan úr öldum.
Þess heyrði ég getið, að þar hefðu menn hrapað og fyrir þá sök
hefði krossinn verið reistur. Ég ætla þetta hafi víða átt sér stað hér
á landi í katólskum sið, að krossar hafi staðið úti, bæði heima við
bæi og á förnum vegi, þar sem þeirra tíðaranda þótti þörf á vera. —
(Krossinn í Njarðvíkurskriðum, frásögn Páls Melsteðs sagnfræð-
ings, skráð 24. sept. 1881, prentuð í Blöndu VIÉ bls. 312—313).
Séra Benedikt Þórarinsson 1848: — Um dýrkun krossins helga
er mér ókunnugt, einungis get ég þess, að í Njarðvíkur skriðum
(milli Desjarmýrar og Njarðvíkur) stendur ennþá sá litli kross af
tré, sem getið er um í Olavii Reise Beskrivelse, pag. 451, og er skor-
ið í hann þetta letur: Effigiem Christi, qvi transis pronus honora.
Þó er það ekki hinn sami kross, sem þar stóð til forna, því hann
var orðinn fúinn, var því smíðaður nýr eftir hinum gamla og skor-
ið á hann sama letrið.
Gil eitt bratt og djúpt, sem liggur ofan til sjávar er norðan við
skriðurnar, þar sem þær byrja, þegar farið er frá Njarðvík. Það er
kallað Naddagil. I þessu gili skal í fornöld hafa haldið sig óvættur
156
MÚLAÞING