Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 163
Tiann Naddagil þar í skriðunum. (— Þorvaldur Thoroddsen, Ferða-
bók III. b. bls. 305—306).
Nokkrar sögur úr Skriðum
Munaði mjóu. — 1 nóvember 1917 var allt fé komið á hús hér á
Nesi. Þann dag sem hér um ræðir var utanátt og fremur kalt í veðri
og talsvert brim hér við norðurlandið. Nokkur snjór var kominn til
fjalla, en hagar dágóðir einkum neðan til hér í fjallinu. Eg rak ær
mínar á beit í Utfjallið þennan dag eins og endranær. Þegar ég taldi
ærnar inn í húsin um kvöldið vantaði fjórar, og saknaði ég þeirra
strax, þrjár voru hvítar og ein grákollótt. Sú grákollótta sótti mikið
norður með sjó ásamt fleirum.
Eg var fullviss um að ærnar hefðu rásað norður í fjörur og Grá-
kolla ráðið ferðinni. Hún var rennskæð, enda komin af forystufé. Ég
hraða mér af stað í leit að ánum. Þá var byrjað að skyggja, leið-
indaveður og mikið brim við Landsenda og Skriðuvík. Ég leitaði í
Bölmóð, Krossfjöru, Naddagilsfjöru og Miðfjöru, en ærnar voru
hvergi sjáanlegar. Þá var komið myrkur og ekki annað að gera en
snúa heim á leið. Mér þótti furðulegt að finna ekki ærnar þar sem ég
taldi víst að þær hefðu sett norður. Mér datt í hug að ef til vill hefði
mér sézt yfir þær á Landsendanum og þær yrðu komnar heim á
undan mér. En svo var ekki. Ég var leiður út af ánum í þessu veður-
útliti, sem ekki var gott, norrðaustanbelgingur og mikið brim.
Þetta kvöld átti að hafa skemmtisamkomu á Borgarfirði. Ég fór á
samkomuna og dansaði fram undir morgun. A þeim árum var dans-
að alla nóttina þar til fólk hafði ljóst að ganga heim. Þegar heim
kom lagði ég mig smástund áður en ég gekk að venjulegum morgun-
verkum, að gefa kúm, lömbum og hrútum, reka féð á beit o. fl. Að
því búnu skokka ég af stað norður að leita að þessum fjórum sem
vantaði kvöldið áður. Veðrið var sæmilegt, austan kaldi og frost-
laust, en brimið öngu minna.
Nú leita ég allar fjörur og bása vandlega norður í Miðgil, en
ærnar voru hvergi sjáanlegar og engin vegsummerki eftir þær. Or-
stutt norðan við Miðgilið, alveg niður við sjóinn er mjó klettaskora
girt þverhníptum klettum á þrjá vegu. Skora þessi er það mjó efst að
MULAÞING
159