Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 167
lömbunum að fara niður þegar ég væri kominn fyrir þau og bú-
inn að snúa þeim á leið norður atfur. Eg fór suður næstu rák fyrir
ofan lömbin, sem er mjög tæp á köflum. Ég fór eins hljóðlega og ég
gat, passaði að ekki losnuðu steinar undan fótum mínum og yltu
niður. Lömbin stóðu fast upp við klett í rákinni svo að þau sáu mig
ekki fyrr en ég var kominn fram fyrir þau í rákinni fyrir ofan. Þá fór
ég fram á brúnina og lét þau sjá mig. Maga tók harðan kipp til baka,
stoppaði og henti sér svo niður á klettahillu sem er neðan við rákina
framan í margra metra báum þverhníptum kletti. Flekkur stökk á
eftir. Við Jón sáum ofan úr rákinni að hillan sem lömbin stóðu á
var um 2x2 m að flatarmáli, kletturinn fyrir neðan lóðréttur og snar-
brött lausaskriða löng fyrir neðan klettinn.
Maga fór marga hringi kringum Flekk á hillunni og þótti auð-
sjáanlega þröngt um sig, en Flekkur stóð hreyfingarlaus. Nú varð
að fara niður á hilluna og taka lömbin, annað var ekki hægt að gera.
Ég fór að fika mig fram á brúnina til að komast niður. Þegar Maga
sér það rennir hún sér til, spyrnir fótum í hilluna og þeytist fram af
henni í svo löngum boga að tugum metra skiptir, niður í skriðu,
tekur þar þrjár dýfur með nokkru millibili. Mér datt ekki í hug að
nokkurt bein yrði heilt í iiennar skrokk eftir þetta ógnarlangstökk.
Eftir þriðju dýfuna spratt Maga á fætur og virtist vera með ráði og
rænu, tók fulla ferð suður í gil og ætlaði auðsjáanlega að taka klett-
ana aftur, en rétt í því kemur Botna suður göturnar á undan rekstr-
inum, sér dóttur sína á hlaupum í skriðunni, sendir henni kveðju
sína með hvellu jarmi sem Maga þekkti. Hún snarstoppar, lítur niður
fyrir sig — þá jarmar Botna aftur, og Maga á harða spretti til
hennar og brokkaði með henni á undan fénu heim í Nes.
Það er að segja af Flekk að hann stóð hreyfingarlaus á hillunni.
Ég þoka mér nú niður á brúnina ofan við hilluna sem hann stóð á.
Ég þurfti að stökkva hæð mína niður á hilluna. Flekkur hreyfðist
ekki — gjörsamlega yfirbugaður. Ég bað Jón að þoka sér það langt
niður að hann gæti náð í Flekk þegar ég rétti hann upp. Síðan rétti
ég honum lambið, og mátti ekki tæpara standa að ég gæti lyft því
það hátt að Jón næði. Nú átti ég eftir að komast sjálfur upp af hill-
unni, og það gekk ekki eins greitt og ég hugði. Kletturinn slútti
og var hrufulaus fyrir hendur og fætur, aðeins smáóslétta á einum
MU LAÞING
163