Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Qupperneq 168
staS í miðjum klettinum, brúnin svo afslepp og laus að ég fékk
enga handfestu á henni. Kletturinn fyrir neðan margra metra hár svo
að ekki var vogandi að stökkva niður í urðina. Nú stóð ég þarna
ráðalaus og bjóst við að þurfa að fá hjálp hjá rekstrarmönnunum
sem biðu okkar Jóns niðri á götunni. Eg vildi þó gera tilraun, kalla
til Jóns og bið hann að reyna að aðstoða mig. Hann stóð í rák-
inni fyrir ofan og hélt í Flekk. Ég segi Jóni að boka sér niður á
brúnina með Flekk, halda í hornin og láta hann síga það langt
að afturfæturnir komi fram á klettabrúnina, ég ætli að reyna að
hífa mig upp á Flekk, ef hann geti skorðað sig vel af og haldið
á móti. Ég vissi að Jón var harðsnúinn þótt lítill væri eftir aldri
og léttur, hann var þá 15 ára. Hann mundi ekki sleppa taki fyrr
en í fulla hnefana. Jóni tókst að skorða sig vel af með Flekk, og
lætur hann síðan síga það langt að ég næ með báðum höndum um
afturfæturna. Síðan stíg ég með hægri fæti í hrufuna í klettinum,
geri snögga sveiflu á skrokkinn upp, næ með vinstri hendi í mjaðm-
irnar á Flekk, og þar með kominn upp í rákina. Báðir dugðu vel,
Jón og Flekkur, og ég hefði reiknað dæmið rétt til að komast upp af
hillufjandanum.
Við bárum nú Flekk og drógum norður rákina þar til við kom-
umst niður klettaskoru sem liggur niður á syðsta jaðarinn. Hestar
biðu okkar á götunni, og reiddum við Flekk heim í hús á Nesi.
Björn átti Flekk og móður hans. Þorsteinn á Heyskálum keypti
hann um haustið sem sauðarefni. Maga varð afbragðs forystuær,
í meðallagi stór, með langan skrokk frekar þunnan, háfætt með
gilda fætur, frekar ullstutt, höfuðfalleg og gáfuleg, nokkuð stór-
hyrnd, spök í heimahögum, góð í fóðri. Hún varð 13 vetra. — A. B.
Hurð skall nœrri hœlum. — Arið 1940 í nóvember var leiðinda-
tíðarfar, norðaustanátt og snjókoma með köflum. Allt fé var við hús,
en þó beitt flesta daga til fjalls og ekkert hey gefið, bara lítilsháttar
síldarmjöl. Eftir þennan ótíðarkafla gerði sunnanhláku, og auðn-
aðist láglendi og fjallið neðan til. Ærnar dreifðu fljótt úr sér um
Landsenda og norður á Jaðra. Ég lét þær sjálfráðar að venju í góð-
um dögum, það var brimlaust og engin hætta við sjóinn, alltaf gott
þaraslap í básum og fjörum í sunnanátt meðfram Skriðunum. Ég
164
MULAÞING