Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 169
reiknaði með að ærnar strunsuðu norður strax eftir ótíðarkaflann
til að kýla vömbina með gómsætum þara eftir hálfgerðan sultartíma
heima. Það er betra að hafa vakandi auga með veðurútliti, veður-
breytingum og barómetersstöðu í skammdeginu þegar fé liggur úti
einkum þar sem sjávarhættur eru. Hafaldan er fljót að hella sér
upp að útnesjum þegar áttin og rok fylgja fast á eftir. Þeir þekkja
það bezt sem hafa lent í ýmsu slarki við að bjarga fé úr sjávar-
háska.
Sunnanáttin stóð ekki nema 3—4 daga. Síðasta daginn var stillt
veður og slímað loft, hvítir klósigar lágu frá norðri til suðurs og
spáðu norðanátt og snjókomu næsta sólarhring. Eg þurfti inn á
Bakkagerði þennan dag, stanzaði þar æðilengi, kom heim í bezta
veðri, leit á loftvogina og sá að hún hafði fallið mikið um dag-
inn. Mér var ekki rótt vegna ánna sem voru fyrir norðan hingað og
þangað þar við sjóinn. Það gat verið áhætta að draga til fyrramáls
að fara norður og smala fj örurnar. Það var komið myrkur, og sama
veður, logn og brimlaust. Ég ákvað því að fara ekki norður um
kvöldið, heldur strax með birtu daginn eftir. Þegar ég vakna,
snemma mroguninn eftir er kominn grenjandi norðaustan snjó-
bylur. Ég naga mig í handarbakið fyrir að fara ekki norður um
kvöldið, en bót í máli er að fjarandi sjór er, og mundi því vanda-
laust að ná ánum úr fjörunum. Ég flýtti mér að verkum og er kominn
af stað þegar gangljóst var orðið. Það var kominn snjór í dældir
og gil, en þess utan gott að ganga. Mér gekk sæmilega að koma ánum
úr fjörunum, og voru þær fljótar að bruna heim undan veðrinu.
Ég smalaði allt stykkið að Hólagili, sem er skammt innan við ytri
brúna í Njarðvík, og á heimleið Útfjallið. Þegar féð var komið í
hús og ég búinn að telja kom í ljós að sex ær vantaði. Þessar ær leit-
uðu mikið norður og ég taldi víst að mér hefði sézt yfir þær í bás
eða gili. Nú fer ég í bæinn og fæ mér mat og kaffi, og að því búnu
kalla ég á Hring og snarast út í veðrið í leit að ánum norður. Það
var ofsahvasst á móti út Landsendann. Ég kom á þá staði þar sem
hugsanlegt var að ærnar gætu staðið í skj óli og hélt þessu leitarbaksi
áfram norður í Naddagil. Þá var komið náttmyrkur, ærnar ófundnar,
og ég hugsa með mér, að kannske hafi þær bjánazt niður í Kross-
fjöru á leiðinni suður og standi norðan við Krossfjöruhleinina. Eg
MULAÞING
165