Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 170
skrjálast niffur gilskoruna sunnan viff Naddagilið, þar niður í fjöru,
stoppa smástund að aðgæta brimið, en sá lítið frá mér vegna myrk-
urs. I stærstu ólögunum gekk brimið í klettana sem slúta yfir fjör-
una og ekki árennilegt að fara suðurfjöruna. Gríðarstór og hár
steinn stendur í fjörunni næstum fast við klettana, og stutt að hlaupa
milli ólaga úr skorunni sem ég stóð í. Eg sæti stóru útsogi og hleyp
af stað að ná steininum, næ honum og klóra mig upp á hann. Um leið
kemur feikna stórt ólag sem klofnar um steininn og skellur langt upp
í þverhnípta klettana fyrir ofan. Ég fékk smáfrísur yfir mig, en
sakaði ekki. Oðru máli var að gegna með Hring sem fylgdi mér
fast eftir að steininum, en komst ekki upp á hann. Ég var ekki
búinn að snúa mér við þegar ólagið skall yfir og gat ekki náð til
hans. Hringur hvarf í brimið, en ég beið á steininum eftir útsogi frá
klettunum svo að ég kæmist slysalaust til baka. Ekki skaut Hring upp,
og ég áleit hann dauðan, hefði rotazt í briminu. Ég klóraði mig upp
skoruna með lágt ris, sárgramur sjálfum mér fyrir bjánaskapinn að
leggja í slíka hættu og gekk suður klettabrúnirnar ofan við fjöruna.
Ég hafði misreiknað brimið vegna þess að ég sá lítið frá mér.
Þegar ég er kominn suður fyrir kross — þá kemur Hringur til
mín, storkinn og slúskaður með lafandi skott. „Þú ert kominn,“ sagði
ég við hann og klappaði á kollinn á honum. „Ekki bjóst ég við að sjá
þig lifandi og ferðafæran, var viss um að ránardætur hefðu séð fyrir
lífi þínu með snöggu höfuðhöggi.“
Hefði ég ekki náð stóra steininum nógu fljótt hefðum við Hringur
ekki orðið samferða heim, það er óhætt að fullyrða. Daginn eftir var
betra veður; ég fór í leit að ánum, þær voru á bökkunum út með
sjónum og höfðu komið að um nóttina. — A. B.
Hrapandi hross. — Éurðufá slys hafa orðið á mönnum í Njarð-
víkurskriðum. Sitthvað kemur til þess. I fyrsta lagi er hægt að fara
fjallaleið milli Njarðvíkur og Borgarfjarðar, en það er sárasjaldan
gert. Andrés kveðst tvisvar hafa fylgt manni yfir Nesháls til Njarð-
víkur. 1 annað skiptið Gunnþóri Þórarinssyni á Hreimsstöðum, er
sagt frá því ferðalagi hér á öðrum stað, og í hitt skiptið Aðalbirni
Magnússyni frá Unaósi. Hann bjó þá á Hrollaugsstöðum. Hann var
staddur í neðra að vetrarlagi er gekk í vonzkuveður með mikilli snjó-
166
MÚLAÞING