Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 171
komu. „Okkur leizt ekki á að leggja í skriðurnar vegna snjóflóða-
hættu svo að það varð úr að ég fylgdi honum yfir hálsinn, því að
hann var ókunnugur og hríðarveður á.“
I öðru lagi hefur það varnað slysum í Skriðum að bæði í Njarð-
vík og á Nesi — og raunar víðar í Borgarfirði — hafa löngum
búið menn sem hafa gjörþekkt Skriðurnar og getað sagt ná-
kvæmlega til um færð í þeim eftir veðráttu á hverjum tíma án þess
að fara þær. Þeir hafa þráfaldlega fylgt ferðamönnum yfir og leið-
beint öðrum við „að ganga af sér“ verstu staðina, eins og það er
kallað. Þá er sums staðar farið niður í fjörur og sætt færi þegar
lágsjávað er, en annars staðar ofar en vegurinn liggur.
I þriðja lagi má um Skriðurnar segja að þar leynist lítt sú ógn
sem þær hafa vissulega upp á að bjóða, ef óvarlega er farið. Und-
antekning eru þó snjóflóðin. Þess vegna fara menn þær jafnan
með varúð, a. m. k. ókunnugir, hvort heldur er á vetri eða sumri.
Gangandi manni er aldrei hætt í þeim nema á veturna og aldrei all-
an veturinn; stundum ber við að þær eru hættulausar með öllu
vetrarlangt. Ríðandi menn fara af baki og teyma ef varúðar er þörf,
og bílar aka hægt. Skriðunum er sjaldan sýnd ósvífni af kunnugum
þótt svo kunni að virðast þeim sem ekki þekkja til eða eru þeim
óvanir. Mönnum blöskraði til dæmis að sjá korur í söðli ríða á
skokki þá mjóu götu er áður var, tveggja til þriggja feta götu. Eins
voru margir hræddir að fara þær í jeppum þau ár er vegurinn var
aðeins tvo til þrjá metra á breidd, en mest vegna þess hve hátt var
niður að líta og mörgum er svimgjarnt. Þeir sem hæðinni eru vanir
finna ekki til hennar, finnst ekki meira til um að aka tveggja metra
veg í Skriðum en hvar annars staðar.
Slys á hestum voru litlu eða engu tíðari en á mönnum, og olli
mest um það hve sjaldan var reynt eða unnt að brjótast yfir með
hesta þegar þær voru verstar.
Þó man Andrés eftir nokkrum slysum á hestum, og eins önnur
atvik er lá við slysi.
Einhvern tíma fyrir minni hans missti Björn Pétursson bóndi á
Engilæk í Hjaltastaðaþinghá hest fram af í Naumaskoti að vetrar-
lagi. Armann Egilsson mótbýlismaður Björns föður Andrésar sagði
honum frá því. í Naumaskoti gat verið varasamt í hálku vegna svell-
MULAÞING
167