Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 172
bunka sem hrúguðust upp í götunni, en frá henni liggur stutt en
brött brekka niður á háa hamra, en undir stórgrýtisurð í sjó fram.
Hesturinn steindrapst þegar í stað. Þetta var fyrir aldamót.
Sjálfur man Andrés eftir ýmsu í sambandi við hesta sem hröpuðu
til dauðs eða var bjargað á yztu þröm og fleira en hér er sagt.
Naddagil er hestum hættulegast. Þar leggur snarbrattan skafl í
norðurkinnina. Ef hestur lendir í umbrotum þar er hættan sú að
hann kastist á hliöina undan brekkunni og velti niður. Þess vegna
var jafnan reynt að troða vel fasta slóS í skaflinn og hestarnir síSan
teymdir lausir yfir, en menn reiðubúnir að reyna aS koma í veg
fyrir veltu með því að standa neðan við slóðina. Sá sem teymdi
þurfti að vera viðbúinn að kasta sér niður og halda sem fastast í
tauminn ef út af bæri. Einu sinni fékk ég (sem þetta rita) þá krakki
aS fara meS lestamönnum til NjarSvíkur. Þetta var snemma vors,
blíSskaparveöur og þítt. Skaflar voru í öllum giljum að norðan-
verðu, en snjórinn svo meyr að ekkert þýddi að harðtroða slóSir,
a. m. k. var þaS ekki gert. Burðurinn var tekinn ofan við alla meiri
háttar skafla, a. m. k. þrisvar á leiðinni, og hestunum þvælt í þá
einum í einu. Þeir brutust fast um, en maður teymdi, einn eða tveir
gengu neðan við og reyndu að halda hestinum í slóðinni með því
styðja við hann. Gleggst man ég þó að einn gekk fyrir ofan, hélt í
taglið og togaði til hliðar eins og hann orkaði. Svona var farið með
alla hestana, og gekk vel en seint því að bera þurfti varninginn á
bakinu á eftir og láta upp á nýjan leik.
Einu sinni var Sigurður Runólfsson, þá vinnumaður á Hóli, send-
ur að vetrarlagi með hest undir reiðingi til Borgarfjarðar í kaup-
stað eftir matföngum. Skriðurnar voru snjólitlar, en þó skafl í
Naddagilskinninni. Sigurður var einn með hestinn og gætti engrar
varúðar. Um leið og kom í brattasta kaflann kastaðist hesturinn á
hliðina undan brekkunni og valt. Skaflinn náði aðeins spölkorn
niður fyrir götuna, en þar tók við grjóturð. Þarna endasentist hest-
urinn niður. Þetta var gamall, grár klár sem Geirmundur Eiríksson
á Hóli átti. Hann var hroðalega útleikinn þegar niður kom, brot-
inn, kraminn og höggvinn af grjóti, en þó lifandi. SigurSur hljóp
til NjarSvíkur, fékk mann með byssu, og klárinn var skotinn og
gerður til niðri í gilinu.
168
MÚLAÞING