Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 174
á hann í brattanum, en engin leið var að koma honum upp og ekki
heldur að snúa við. Eina úrræðið var að drasla honum beint undan
niður skaflinn og teyma með gát. Þetta heppnaðist og einnig að
paufast með hann upp úr gilinu á veginn aftur. Þá var slóðin endur-
bætt og margtroðin, og í annarri atrennu slapp Frosti klakklaust
yfir.
Hrap Andrésar Guðmundssonar. — Það var í bezta veðri upp úr
hátíðum skömmu eftir 1920. Þegar ég var að ljúka morgungegn-
ingum sé ég hvar kvenmaður kemur innan veginn og gengur rösk-
lega. Von bráðar kom í ljós að þar var Stefanía Friðriksdóttir yfir-
setukona í Borgarfirði á ferð. Hún var á leið til Njarðvíkur, en
kom við á Nesi til að grennslast eftir færð norður. Ekki hafði þá
verið farið norður um tíma, en ég þóttist vita að Skriðurnar mundu
auðveldar yfirferðar. Þó gátu þær verið varasamar á stöku stað því
að svell voru víða og harðfenni sums staðar, einkum í dældum.
Einnig hafði komið snjóél um nóttina og vindkul feykt nýsnævinu
saman í driftir. Það var því úr að ég gengi með henni norður, enda
þótt hvorugt okkar teldi brýna þörf á fylgd því að Stefanía var
ferðavön, frísk á fæti og engin kveif. Síðan héldum við af stað og
spjölluðum á leiðinni um alla heima og geima, urðum ekki fyrir
teljandi töfum þótt á stöku stað væru varasamir hálkublettir og
víða harðfrosnar fannir í giljum og betra að lenda ekki út úr spora-
slóð er yfir lá.
Segir nú ekki af ferðum okkar fyrr en við komum í Naddagil.
Yið vorum stödd að sunnanverðu í gilinu þegar við sáum hvar tveir
menn komu fram á norðurbarminn og bar þá við loft því að þar lá
vegurinn ofar. Efst í kinninni var harðfrosinn skafl snarbrattur, en
náði aðeins spölkorn niður fyrir götuna, þar var aftur autt að mestu,
grýtt urðin stálfreðin, svellglottar og rákir hér og þar. A. m. k. eitt
svellið teygðist alla leið niður í gilbotn, en þar var fönn.
Nú gerðist það skjótar en frá verði sagt að annar maðurinn
gengur hiklaust fram á brún skaflsins, en um leið er sem kippt sé
undan honum fótunum. Hann fellur og rennur af stað á bakinu með
fætur á undan. Hvergi var viðnám að fá og eykst nú ferðin, en við
Stefanía stóðum hreyfingarlaus í götunni með öndina í hálsinum,
170
MULAÞING