Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 175
horfðum á þennan hrapandi mann sem virtist mundu tætast sundur
á hvössu eggjagrjóti urðarinnar. A einum stað lá sem fyrr segir
varla meir en faðmsbreiður skorningur eftir vatnsrennsli frá skafl-
inum uppi í kinninni og alla leið niður í gilið. 1 þessum skorningi
voru hjarn- og svellalög, eini tengiliðurinn milli skaflanna uppi og
niðri. A þessa mjóu rein hittir ferðamaður, þar skrunar hann ör-
hratt niður, sleppur fram hjá hverjum steininum á fætur öðrum,
rennur hraðar og hraðar ýmist sitjandi uppi eða liggjandi á bakið,
fætur á undan, stingst aldrei fram yfir sig, og von bráðar er hann
kominn allan þennan 40—50 metra stafbratta heljarveg á enda,
kemur fyrir sig fótum niðri á gilbotni, stanzar furðu snögglega,
snarast á fætur og snýst nokkra hringi eins og hann sé vankaður,
kallar upp til samferðamannsins:
„Kristinn, ætlarðu ekki að koma?“
En Kristni mun hafa verið líkt farið og okkur Stefaníu. Hann
stóð enn á brúninni höggdofa við að líta augum hina hröðu för
ferðafélaga síns. Nú sá ég fyrst hverjir mennirnir voru. Sá hrapaði
og upprisni var nafni minn og frændi, Andrés Guðmundsson, þá
heimilisfastur á Hrollaugsstöðum og hinn Kristinn Magnússon bóndi
á sama stað.
Nú kom nafni upp gilið, og varð ekki á honum séð að hann
væri nýsloppinn úr þessari válegu rennibraut. Hann heilsaði glað-
legur að vanda, leit kannske þangað sem hann hafði hrapað, en það
virtist ekkert á hann fá. Síðan settist hann á stein í ofanverðri göt-
unni og þurrkaði framan úr sér.
Ég hélt í hönd Stefaníu yfir fönnina, og við komumst klakklaust
upp, enda sæmilega greiðfært er farið var með gát. Þegar upp á
brúnina kom var auðséð hvað valdið hafði hrapi Andrésar. Lausa-
driftina sem fallið hafði um nóttina hafði dregið saman í framan-
verða skaflbrúnina, í lausan þurran skaflrenning á glærahjarn. Með
þeim hætti myndaðist fölsk brún, og það var hún sem sveik undan
fæti Andrésar Guðmundssonar með fyrrgreindum afleiðingum.
Kristinn var óvanur svona torleiði og sem eðlilegt var ófús að
þræða hina naumu hörðu sporaslóð skáhallt niður skaflinn. Það
varð því úr að ég hjálpaði honum niður brúnina norðan gilsins
niður undir fjöru. Síðan gekk hann upp gilið upp á veg, og þeir fé-
MULAÞING
171