Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 177
úr lofthræðslunni að klöngrast yfir svellbólstra í mjórri götu eða
þræða tæpa slóð, jafnvel stikla í stökum förum utan í snarbröttum
hjarnfönnum sem ná allt niður á sjávarkletta. Og stundum voru
hreint engin för, heldur samfelld glerungshella víða milli kletta og
fjöru. Þá eru þær ekki glæsilegar í augum þeirra sem óvanir eru
príli og kunna kannske illa að ganga á broddum og bera fyrir sig
broddstaf. Mestu mun þó hafa valdið um fylgdarbeiðni kunnug-
leiki Andrésar og traust reynsla. Hann vissi gjörla hvernig mátti
„ganga þær af sér“ ef brimlítið var og lágsjávað, hvar búast mátti
við snjóflóðum ef svo viðraði og með hverjum hætti var tiltæki-
legast að sigrast á varasömum hlettum. Margoft bauð liann mönn-
um „að ganga með þeim“ norður á Naddagilsvellina, þeir eru rétt
norðan Naddagils, hallandi grasflöt er nær að Miðgili og upp undir
skriðuna neðan í Naddahjalla, og líklega hefur honum fundizt með
sjálfum sér að því fylgdi nokkur ábyrgð að eiga bústað og staðfestu
svo nærri þessum varasama stað.
Einu sinni tók hann við borgun fyrir fylgd. Oftar var greiðsla í
boði, en hann hafnaði og mun hafa verið metnaðarmál að halda
þessum lífsþætti utan peningasviðs. Einnig áttu oftast hlut að máli
vinir og kunningjar sem ekki datt heldur í hug að selja greiða eða
gistingu ef svo bar undir og til þeirra var leitað. Andrés var og er
hneigður fyrir fangað og kynni og átti oft ferð á bæi í nágrenninu
og fyrir ofan fjall, þá gistingu og fyrirgreiðslu án þess að nefnd væri
borgun. — En, eins og áður segir tók hann einu sinni við fimm
krónum.
Það var upp úr páskum. Stefán Bjarnason bóndi í Klúku kom
ofan yfir á annan snögga ferð og ætlaði samdægurs heim aftur. En
dag skal að kveldi lofa, og mátti Stefán sannreyna þá veðravizku í
þessari för. Morguninn lofaði góðu, jörð auð og blítt veður. Stefán
var enginn drollari og hvataði heldur göngu og rekstri erinda á
Bakkagerði. Þegar hann hélt þaðan var veðurútlit farið að ljókka,
hryssingslegur utanbelgingur runninn á og ský kuldabólgin, en
sorti til hafsins.
Ollu skjótar en við mátti búast skall á blindbylur með hvassviðri
og mokaði niður snjó. Þá var Stefán á leiðinni út í Nes. Þótt hann
væri enginn veifiskati, illviðravanur og ódrepandi harðneskjumað-
MULAÞING
173