Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 179
Andrés efaðist ekki um að hótunin yrði framkvæmd ef hann tæki
ekki við seðlinum, og lét tilleiðast.
Sennilega hefur þetta borgunaraSvik valdið því að Andrés
gleymdi að segj a Stefáni til vegar yfir Miðgil sem er þarna spölkorn
norðar. Alllöngu síðar hitti hann Stefán sem þá sagði honum frá
erfiðleikum við að komast yfir það. Hann hafði reynt á mörgum
stöðum, en alls staðar var botnlaus ófærð eða slútandi hengjur.
Seinast hitti hann á rétta leið:
„Ég kafaði alveg niður á sjóarbakka og skrúfaði mig upp þaðan,
upp gilbrúnina. Það var blóðbragð í munninum á mér þegar ég
kom upp.“
Einu sinni sem oftar kom Pétur Pélursson póstur í Njarðvík í Nes
og var á norðurleið með póst, en hann flutti lengi póst milli Borgar-
fjarðar og Egilsstaða. Þá hafði fallið töluverð mjöll á hjarn, og síð-
an rekið á norðvestanstorm svo að kófrok varð, en annars heiðríkt
og ekkert ólátaveður.
Þótt Pétur væri vel röskur ferðamaður og vanur þessari leið stóð
Andrési einhver beygur af því að hann legði í Skriðurnar og bauð
honum gistingu. Ekki vildi Pétur það þiggja, sagði sem var að hann
væri búinn að síma heim frá Bakkagerði og mundi undrazt um sig
ef hann kæmi ekki. Sími var þá ekki kominn í Nes. Þá vildi Andrés
ganga með honum, og þá Pétur það, en taldi þó óþarft. Kunnug-
ustu menn þekkja sérstakar leiðir sem hægt er að fara þegar svo
stendur á að brimlítið er og hægt er að ganga fjörur sums staðar,
en annars staðar á hjöllum ofan vegar.
1 norðvestanátt er lygnt í Skriðum, en því hvassara á fjallinu
fyrir ofan, og nú sást gjörla hvernig bálviðrið þeytti mjöllinni án
afláts norður af Háukinn og Fláum, og þessar hvítu kuldalegu strok-
ur hlutu að falla til jarðar í skjólinu norðan í fjallinu, staðnæmast
þar í skorum og rákum lausar í sér og hlaðast upp, unz þær brystu
fram undan eigin þunga. Snjórinn gat ekki kallazt mikill, en í svona
veðurlagi var hætta á hlaupum langt ofan úr klettum.
„Ertu hræddur um að hlaupi?“ spurði Pétur. „Já,“ svaraði And-
rés, „en það er áreiðanlega hægt að ganga þær af sér núna, það er
svo brimlítið.“
MULAÞING
175