Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 180
Þegar í Skriðuvík kom sýndist þeim þó ekki sá snjór kominn að
hætta væri á ferðum. Fóru því veginn, og gekk Andrés spölkorn á
undan. Allt í einu kom snöggur þytur — þeir voru þá að norðan-
verðu í syðsta gilinu. Andrés brá stafnum fram fyrir sig og stóðst
gusuna sem ekki náði nema svo sem í hné. Þegar hún var þotin hjá
sneri hann sér við. Pétur var þá að klóra sig upp úr snjóhaugnum
niðri undir fjöru ásamt rökkum tveim sem með honum voru. Dýpra
var þar sem hann var staddur, og hreif gusan hann með sér. Honum
varð ekki meint af þessum útúrkrók og áfram héldu þeir veginn.
Þetta hlaup hafði komið eitthvað ofan úr klettum. Þrátt fyrir þetta
töldu þeir ekki verulega hættu á að hlaup losnaði í nyrzta gilinu og
Norðurkinninni, slysastaðnum, því að snjórinn var lítill. Andrés
gekk fyrst yfir, en Pétur hinkraði við á meðan ef út af skyldi bera.
Andrés var fljótur yfir hættusvæðið, en þegar Pétur ætlar að leggja
af stað heyrist aftur snöggur hvinur, og í þetta skipti gekk meira á.
Þetta var stærðarsnjóflóð og kom eitthvað ofan úr klettum. Það
þeyttist sem örskot á milli þeirra niður gilið og klesstist niður í
fjöruna. Illa hefði farið ef það hefði verið örlítið fyrr eða aðeins
síðar á ferðinni. Pétur kom nú hvatlega yfir slóð flóðsins, og þeim
kom saman um að fara hér eftir að öllu með gát. Þeir gengu því
sem gamla gatan lá — og liggur, því að enn sést til hennar — norð-
ur undir Aðgerðahvamm, en paufuðust þar langt upp fyrir veg til
að ganga af sér Naumaskot og Bölmóð. Þeim gekk vel norður á
Krossjaðar, fóru niður á götuna hjá krossinum, og þá hófst mjög
varasamur kafli á leið þeirra, spölurinn yfir Krossgil og norður að
Graskinnargili sem er þar litlu norðar. Þennan spöl er ekki hægt að
ganga af sér. Þeir reyndu að fara varlega, en slíkt stoðar þó ekki
alltaf gegn snjóflóðahættu. Þarna sluppu þeir þó yfir, og þá var
þeim horgið því að nú klöngruðust þeir niður háröðina milli gilj-
anna, snarbratta en snjólitla gilbrún, og síðan eftir örmjórri syllu
sem liggur skáhallt niður klettana ofar fjörunni. Eftir það var
gangan auðveld allt norður í Miðgil eftir fjörunum.
Andrés gekk því heimleiðis og gekk slysalaust. En meðan hann
var fyrir norðan hafði miðbikið í Skriðuvík hlaupið fram. Féllu
því alls þrjú snjóflóð sem hann vissi um, en gátu verið fleiri, meðan
á ferðinni stóð.
176
MÚLAÞING