Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 181
Veturinn var tími bakburðar og gönguferða. Þráfaldlega þurfti að
sækja hvers konar nauðsynjavöru í kaupstað, kaffi, hveiti, sykur,
jafnvel kornvöru og steinolíu, og einu sinni var Páll Geirmundsson
á Hóli á ferð að sækja 400 pund af fóðurkorni. Þeir komu þrír
innan af Bakkagerði og óku korninu á grind, fengu Andrés til liðs
við sig, og er norður á Skriðvíkurbarm kom lögðu þeir sín 100
pundin á bak hver og báru norður yfir Skriður.
I annað skipti voru þeir Jakob Olafsson, þá á Hrollaugsstöðum,
og Guðmundur Þorsteinsson á Bóndastöðum sendir eftir matvöru á
Borgarfjörð. Þeir voru með sleðagrind með um 300 pundum á norð-
ur að Skriðuvík og höfðu fengið til fylgdar Sigfinn Sigmundsson.
Vegna illviðris og ófærðar bættist Andrés í hópinn á Nesi til fylgdar.
Hallgrímur harði Jónsson var einnig í förinni. Þetta var um 1920.
Þá var Hallgrímur gamall orðinn og bæklaður af gömlu kali. Hann
var á leið til Héraðs í kynnisför og varð þeim félögum samferða, en
gekk laus. Snjóflóðahætta var ekki mikil og engin hálka, en svarta-
bylur er þeir komu á Skriðuvíkurbarm. Þó lögðu þeir ótrauðir í
Skriðurnar með baggana á bakinu. Þeim gekk seint og erfiðlega.
Er þeir voru í Naddagili kom á þá sterk vindhviða. Hallgrímur var
óskjóllega búinn að vanda, m. a. með harðan hatt á höfði. Hattur-
inn skrúfaðist upp af honum í hviðunni og sást ekki meir, en einhver
þeirra félaga dró upp rauðan tóbaksklút og hnýtti í skýlu á kart.
Þeir gengu frá böggunum á Naddagilsvöllum. Héraðsmennirnir
tveir og Hallgrímur brutust til Njarðvíkur, en Andrés og Sigfinnur
sneru heimleiðis. Er í Nes kom var svo vont orðið veðrið að Andrés
vildi að Sigfinnur færi ekki lengra. Það vilcli Sigfinnur ekki og
hélt áfram eftir stutta viðdvöl. Hann villtist á inneftirleiðinni, rakst
á fjárhús efst á Bakkatúni og áttaði sig þar. Ef svo hefði ekki til
tekizt hefði hann lent framhjá Bakkagerði og ekki gott að segja
hvort hann hefði haft sig til bæja, þreyttur orðinn og hrakinn í
bylnum.
Þetta var um 1920. Röskum 40 árum síðar sit ég við borð, en við
borðið er legubekkur og á honum Andrés upp við dogg, og segir mér
frá Njarðvíkurskriðum flest það sem skráð hefur verið hér að fram-
an.
MULAÞING - 12
177