Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 182
Andrés ætlar nú að segja mér eitthvað frá því hvernig hann hag-
aði fylgd og aðstoð um Njarðvíkurskriður:
„Það var afar mismunandi eftir því hver í hlut átti. Margir voru
öruggir þegar þeim hafði verið sagt til vegar þótt gatan væri ófær
eða viðsjálverð, sagt hvar bezt væri að komast niður í fjörur og
upp úr þeim aftur, hvar upp fyrir götu o. s. frv. Aðrir voru nokkuð
öruggir ef þeir nutu samfylgdar kunnugs manns og þurftu engrar
sérstakrar hjálpar með. En sumum varð að hjálpa, einkum í hálku
eða harðfenni. Þá hafði ég broddstaf til að pjakka för og til stuðn-
ins og var sjálfur á broddum — fjórskeflingum, en kaðal hafði ég
aldrei. Ég leiddi suma, bezt var að hafa þá í götunni fyrir ofan sig
og styðja þá yfir bólstra og fannir, segja þeim hvar bezt væri að
stíga niður, og pjakka för með stafnum. Stundum var auð götu-
brún, oft örmjó þröm eða grjótrusl sem stóð upp úr klaka og
hjarni. Þá gekk ég ofan við á broddunum og hélt í förunautinn.
Stundum gekk ég afturábak og leiddi, hjálpaði far úr fari yfir
brattar fannir og harðar, og sumum þótti bezt að hafa mig á eftir
sér tilbúinn að grípa í þá ef út af bæri. Það var allur háttur á hafður.
Mér er það mjög minnisstætt þegar ég fylgdi Guðmundi heitn-
um lækni Þorsteinssyni yfir Skriður. Það kom oft fyrir á veturna.
Satt að segja fór hann aldrei norður yfir Skriður að vetrarlagi án
minnar fylgdar. Hann þurfti að sjálfsögðu oft upp á Hérað þar sem
læknishérað hans var þar að hálfu eða meir. Guðmundur læknir var
á Borgarfirði frá 1916 til 1924 er hann andaðist.
Einu sinni sem oftar kemur hann og biður mig um fylgd. Veðrið
var ágætt og færð einnig, lítill snjór, en nokkuð svellað. Eg var til
í að labba með honum. Guðmundur var þá orðinn feitlaginn mjög
og þungur til gangs, en furðulega þolinn. Hann hafði nokkurn beyg
af Skriðunum, enda stirður orðinn og kominn af prílaldrinum. Hann
hafði einkum beyg af Naumaskotinu, hefur ef til vill einhvern tíma
orðið fótaskortur þar. Það er syðst í sjálfum Skriðunum, neðar en
vegurinn liggur nú. Þar lá gatan yfir gildrag skammt ofan við háa
sjávarhamra, stórgrýtisurð undir og sjór. Gatan lá skáhallt yfir gil-
dragið og æði halli á henni. Stundum fraus vatnsagi er seitlaði úr
brekkunni fyrir ofan og bólstraði illilega gatan og gilið allt niður á
178
MÚLAÞING