Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 189
m. a. teppi meðferðis og sleðagrindur er þeir skildu eftir sunnan
við Skriðuvíkina.
Lífsmark sást ekki með Sveini og Björgvin. Voru þeir lagðir á
ábreiðurnar og bornir um torleiði upp á syðri Skriðuvíkurbarm,
lagðir á grindurnar og ekið í Nes, rúmlega tveggja km leið. Þar voru
þeir bornir inn í lítið stofuhús undir palli í bæ Björns, útbænum.
Lífgunartilraunir voru ekki gerðar, enda þekktu þeir er þarna
voru viðstaddir ekki til slíks, og læknislaust í Borgarfirði. En beitt
var tiltækum þjóðráðum í slíkum atvikum til að reyna hvort líf
leyndist með þeim, borinn spegili að vitum þeirra og heitt járn að
olnbogabótinni.1 Þótti einsýnt að þeir væru látnir, hefðu kafnað
mjög fljótlega í snjódyngjunni sem lukti um þá eins og hálfstorkin
steypa.
Daginn eftir voru þeir fluttir inn að Bakkagerði, og útförin gerð
af sóknarprestinum, séra Einari Jónssyni, skömmu síðar.
Krossinn
Hann stendur nú á götuhorni í Krossjaðri sunnan við Kross-
gil. Aður stóð hann í gróinni brattri torfu ofan götu, en þegar bíl-
vegurinn var ruddur lenti torfan í ruðninginn, og krossinn varð að
þoka út á götuhorn.
Þarna var í æsku minni hinn fegursti staður, einkum að sumar-
lagi síðdegis þegar sól var gengin til vesturs og bar yfir Njarðvíkur-
fjöll. Þegar komið var norðan veginn frá Njarðvík blasti gilið við.
Það var grunnt og bratt. Dálítill klettafláki að norðanverðu og náði
niður að götunni. Vatn seitlaði úr sprungum, og þar uxu litlir gras-
skúfar og smáblóm til og frá, geldingahnappur o. fl. Svolítil lækjar-
sytra féll niður gilið og myndaði tveggja til þriggja metra bunu
fram af kletti spölkorn ofan við götuna. I suðurkinninni hékk gras-
torfan áðurnefnd, sigin fram í þrep og þúfur, vaxin þykkum brún-
leitum mosa og ýmsu grasi sem þolir að standa áveðurs í vondum
veðrum og býður af sér góðan þokka, einkum í sólskini að sumr-
1 Gamalt ráð. Ef brunasárið hljóp upp sem á lifandi mönnum átti líf að
leynast með viðkomandi.
MÚLAÞING
185