Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 191
inu til. Neðantil í tónni var krossinn, langtréð óhefluð og veðruð
rekaspýta svo sem eins og raftslengd, og þvertréð líka rekaspýta, en
söguð til og heflaður á hana flötur, mátulegur fyrir áletrunina:
EFFIGIEM CHRISTI QUI TRANSIS
PRONUS HONORA: ANNO MCCCVI.
Gatan lá hæversklega í sveig þrem til fjórum metrum neðar, um
þrjú fet á breidd, og í gilbotninum var um mannhæðarhá vegbrún-
arhleðsla úr blágrýtissteinum. Þarna var fullt samræmi milli náttúr-
unnar og mannaverka þótt trúlega hafi enginn haft slíkt í huga við
gerð vegar, hleðslu eða kross. Niður við sjóinn eru dökkar klappir,
m. a. ein í boga yfir sjó, og þar synda sjófuglar undir.
Nú er þetta þokkafulla umhverfi krossins gerbreytt, vegurinn eins
og gapandi hvoftur, grastorfan horfin, grjóthleðslan djúpt undir
ýturuðningi og kletturinn sprengdur í loft upp. Krossinn stendur á
steyptum þriggja þrepa fótstalli. Hann smíðaði Árni Bóasson árið
1954. Hann var þá ungur sveinn heima í Njarðvík, gerði þetta ótil-
kvaddur eftir að einhverjir höfðu rekið þann gamla niður eins og
girðingarstaur í götusárið. Árni er vel skurðhagur og krossinn gerð-
ur af smekkvísi. Hann er nokkru stærri en sá fyrri, og er það í sam-
ræmi við veginn eins og hann er nú. Krossinn er 180 sm á hæð
(reyndar 210 sm með steypunni) og þvertréð 110 sm á lengd.1
Um krossinn, krossinn helga, Naddakross, hefur oft verið ritað
nú í seinni tíð, en fremur fátt áður, og skal nú getið hins helzta.
1) Fyrst mun hans getið í Ferðabók Olaviusar, en hann fór um
Skriður 1776. Skrif hans er birt hér framar.
2) Næst er að geta endurminningagreinar Páls Melsteðs, sem
einnig er birt hér framar. Greinin er að vísu frá árinu 1881, en ferð-
1 Það er ef til vill ekki viðeigandi að vera að setja út á gott verk unnið af
virðingu fyrir sjálfri þjóðarsálinni, en þó get ég ekki stillt mig urn að geta
þess að tvennt í þessari nýju gerð geðjast mér ekki. Annað er steypta stéttin,
og hitt fúavarnarefnið sem hann er smurður úr. Steypa fer ilta í umhverfinu,
og væri fallegra að hylja hana með urð og grjóti og þekja síðan yfir með gras-
hnausum með þeim gróðri sem vex þarna kring. Fúavörnin er of dökk. Annars
þarf Naddakross ekki fúavörn, hann á að hvítna og veðrast, fúna og falla á
eðlilegum tíma því að hann rís jafnan upp aftur.
MÚLAÞING
187