Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 192
in sem hann segir frá hefur verið farin á árabilinu 1821—1831. í
þeirri frásögn, sem annars er ágripskennd og óljós um sumt, kem-
ur fram m. a.: Þarna er „allmikill trékross,“ hann er smíðaður af
Hjörleifi Arnasyni (og er það í fyrsta sinn að rómur fæst á kross-
smið), skylda Nesbónda að halda krossinum við (sem sennilega er
misminni, þar sem hann er í Njarðvíkurlandi. Eftir því sem ég bezt
veit mun það einskis skylda, en séra Ingvar getur þess í síðar á-
minnztri grein í Gerpi, að Njarðvíkingar, en þó einkum Desjar-
mýrarklerkar hafi gengizt fyrir endurnýjun hans. Er það í sam-
ræmi við það sem ég hef heyrt.) og þá kemur í grein Páls fram
sú almenna trú, að í Skriðunum og þó einkum við krossinn, sé
einstakur slysastaður (sem er rangt) og að endingu, að krossinn sé
frá katólskum tíma.
3) Krossins er aðeins getið í sóknarlýsingu Desjarmýrarpresta-
kalls af séra Snorra Sæmundssyni 1840, en ekkert um hann sagt,
heldur vísað til frásagnar Olavíusar.
4) Næsta heimild er skýrsla og frásögn séra Benedikts Þórarins-
sonar, birt hér að framan. Þar skráir hann Naddasöguna fyrstur
manna, en tímasetur hana ekki fremur en aðrir er hana hafa skráð
nema með orðunum „í fornöld". Hann telur krossinn „sigurvinning-
ar merki“ reist vegna tortímingar fornynjunnar Nadda og getur um
að menn bændu sig við krossinn, „en nú er það aflagt“.
5) Næstir rita um krossinn á mjög svipuðum tíma þeir séra
Sigurður Gunnarsson á Desjarmýri (1844—1861) og síðar á Hall-
ormsstað og Jón Sigurðsson fræðimaður í Njarðvík. Frásögn séra
Sigurðar er frá 1860, í handriti í Landsbókasafni (Lbs. 717 8vo
hls. 421) og heitir Krossjaðar. Jón skráir Naddasöguna, og er það
í annað sinn að hún kemst á pappír. Saga Jóns er í þjóðsögum
Jóns Árnasonar, og henni fylgir þar neðanmáls til skýringar grein
séra Sigurðar nærri orðrétt. Prestur segir ýmislegt sem vekur at-
hygli í grein sinni, svo sem að krossinn sé neðan við götuna og í á-
letruninni orðið „prodis“ (:gengur áfram) í stað „transis“ (:geng-
ur framhjá). Ennfremur getur hann þess að Jón í Njarðvík hafi
endurnýjað krossinn 1846, væntanlega kross Hjörleifs sem ekki
hefur verið gerður síðar en 1820—1830, líklega fyrr. Séra Sigurður
hefur vafalaust tilgreint áletrunina rétt, séra Benedikt sennilega haft
188
MÚLAÞING