Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 193
hana eftir Olaviusi, hefur hún þá breytzt frá því að Olavius fór unl
Skriður 1776, en er aftur komin í fyrra horf þegar
6) Þorvaldur Thoroddsen fór þar um 1894 (sjá lýsingu hans hér
framar). Þorvaldur greinir fyrstur manna frá ártali á krossinum,
1305. SíSar er komið ártalið 1306. Þorvaldur mun ekki hafa tekið
eftir síðasta stafnum í ártalinu sem var úti á bláenda þvertrésins.
Þorvaldur álítur Kristsmynd hafi áður verið á krossinum (róðu-
kross) og byggir það líklega á merkingu fyrsta orðsins, „Effigiem.“
Areiðanlega hefur það ekki verið eftir 1776, og er raunar heldur ó-
trúlegt að fyrri kynslóðir hafi haft hentugleika á slíkum íburði.
7) Þá er að geta Naddasögu Sigfúsar Sigfússonar (Islenzkar
þjóð-sögur og -sagnir V. bls. 32—33, útg. 1945). Honum finnst
saga Jóns í Njarðvík „varkárlega sögð“ og „ófullkomin mjög“.
Saga Sigfúsar er þó í aðalatriöum eins, en þar skilur milli að Sigfús
segir frá viöureigninni sjálfri á harla áhrifamikinn hátt og þannig
að úr verður jarteinasaga:
--------„Þegar hann kom í dýpsta gilið í vestanverðum skrið-
unum, þar sem óvætturinn hafðist við og heitir síðan Naddagil
(er Naddahellir þar ofar frá), þá kemur þar óvætturinn á móti hon-
um og ræður þegar á hann. Sótti Naddi á það að færa hann niður
að sjónum. Urðu nú ærið harðar, illvígar og langar sviptingar með
þeim. Varð þá óvætturinn að þoka austur skriðurnar undan Jóni,
því sagt er að hann hafi haft járnstöng í hendi, en var mesta heljar-
menni sem þeir feðgar allir. Þegar kom á liáan meljaðar austan til
í skriðunum varð leikurinn svo harður að Jón sá tvísýnu á lífi
sínu. Gerði hann þá það heit, að ef hann sigraði, þá skyldi hann
reisa þar minnismerki um guðs vernd á sér. Þá brá svo við, að björt-
um ljósgeisla sló sem eldingu niður á milli þeirra Jóns. Við það
ómætti Nadda. Hrökk hann þá ofan úr götunni og dragnaöist ofan
gjögur í sjóinn. En Jón komst marinn, blár og blóöugur í Snotru-
nes, sagði tíðindin og kvað eigi mundi verða framar mein að
Nadda. Síðan lét hann reisa kross þann á jaðrinum með faðirvori á
latínu og þeirri áskorun að hver sem færi síðar um skyldi krjúp-
andi lesa þar faðirvor. Þar á var líka vers. Hélzt sá siður fram á 19.
öld.“.
MULAÞING
189