Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 200
ártal hefur staðið á honum fyrr en eítir að kross Jóns í Njarðvík
féll um 1880. Þegar á þetta er litið fer sagan að hopa eins og draug-
arnir, hopa til þess tíma er krossar stóðu enn með vegum fram. Enn
er það undarlegt ef Naddatrúin er ekki eldri en sagan af Nadda.
Það er algengt sem kunnugt er að ævagamalt sagnaminni tengist á
ýmsum tímurn nýjum mönnum og atvikum. Þegar ekkert er eftir af
sögu nema beinagrindin ein vaknar tilhneiging til að gæða hana á
ný holdi og blóði, og hún öðlast nýja gerð á gamalli uppistöðu
eins og jurt af annarri fallinni. Þetta hefði vel getað gerzt með
Naddasögu og eðlilegt að hugsa sér, að í öndverðu hafi krossinn
verið settur upp þegar svo var gert annars staðar til að minna á að
leita verndar guðs á hættustað, síðan hafi viðsjárverð atvik smátt og
smátt magnað upp óvætt með svipuðum hætti og dæmi eru um ann-
ars staðar, t. d. í sambandi við Lagarfljót og víðar bæði hér og er-
lendis; leifar af almennri landvættatrú haldast á vissum stöðum.
Hugsanlega er naddinn í Skriðunum miklu eldri en Naddasagan, og
hugsanlegt er að til hafi verið eldri naddasaga í sambandi við kross-
inn og Skriðurnar, óljós sögn sem endurnýjast í ættargarði Njarð-
víkurættarinnar og tengist smátt og smátt þessum lítt þekkta Jóni
frænda sem auðvelt var að útbúa með járnklær til áfloga og gæða
ofurmætti í skrokki ásamt viðeigandi hugrekki á þeim tveim öldum
sem líða frá tíma hans til þess er sagan er skráð. Ef eitthvað þessu
líkt hefur gerzt í sambandi við krossinn mætti svo vera að ártalið
væri ekki tóm markleysa — jafnvel ekki fjarri sanni, og upphaflega
sett af manni sem heyrt hefði sögn nú gleymda og gizkað á eftir
henni að krossinn væri reistur árið 1306. En um aldur krossins verð-
ur samt sem áður ekkert ráðið og því síður fullyrt, og enn stendur
hann þarna í jaðrinum sínum og segir sitt effigiem Christi qui
transis pronus honora og til eru þeir enn þann dag í dag — og ég
er ekki að ljúga — sem hlýða þessu boði, staðnæmast, fara með fað-
irvorið sitt, og kannske bæta þeir við versi krossins eins og það var
þýtt á íslenzku af óþekktum manni:
Þú sem að framhjá fer
framfall í þessum reit
og Kristí ímynd hér
auðmjúkur lotning veit.
196
MÚLAÞING