Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 201
Þrír krossar? — Mig langar til að vekja athygli á einu atriði enn
í sambandi við krossinn. Hann stendur í miðjum Skriðum miðað
við legu gömlu götunnar. Orsök þess er hreint ekki sú að þar sé
meiri hættu- og slysastaður en annars staðar, nema síður sé. En
þetta er varla tilviljun. Ég get ekki gefið skýringu, en það er eins og
viðri af forneskju, guðfræði og vættatrú í þessari staðsetningu.
Einnig má geta þess, að á leiðinni frá Borgarfirði um Njarðvík og
Gönguskarð til Héraðs eru þrír staðir kenndir við krossa. Rétt
utan við Snotrunes heitir Krosshöfði þverhníptur klettastapi við
sjó, og lá fyrr þjóðleið um höfðann ofanverðan og þaðan naumt á
klettabrúnum við sjó á að gizka 400—500 metra vegalengd að
Prestabana, þar sem séra Halldór Gíslason fórst. Næst er Naddakross
og krossaörnefnin sem honum fylgja. Þriðja kennileitið er Kross-
höfði við Selfljótsós, æðihár klettahöfði, þar sem vegurinn lá um er
komið var af Gönguskarði til Héraðs og þverbeygir inn með fljót-
inu. Einnig út frá honum í átt að Stapavík lágu reiðgöturnar dálítinn
spöl tæpt á klettabrúnum upp af sjó.
Þarna virðist eitthvert samband á milli í nafngiftum. Mér er ekki
ljóst hvernig því er háttað umfram það sem samkenni staðanna
gefa til kynna, og að fljótt á litið bendir þetta til vegkrossa. A engum
þessara staða eru venjulegar krossgötur og því ekki til að dreifa
náttúrunöfnum í þeim skilningi. — En hér þýðir ekki um að ræða,
til þess brestur mig skilning og þekkingu á helgum táknum, og þessi
krossaörnefni vekj a fremur grun en gefa sýn inn í dulardóma.
Vegur
Um upphaf mannaferða um Skriður eru auðvitað engar heimildir,
en auðsætt er að um þær hefur legið leið milli Njarðvíkur og Borg-
arfjarðar allt frá því að land byggðist fyrst á þessum slóðum. Um
Skriður er stytzta og hægasta leið milli bæjanna að norðan og sunn-
an, vel fær gangandi manni án ruddrar götu, þar er kjörland sauð-
fjár um fjörur og hjalla, og auðvitað hafa menn frá fyrstu tíð þurft
að ganga þær til kinda. Það má gizka á að sauðkindin hafi gert
hinar fyrstu götur í Skriður, og er það ekkert einsdæmi að sú
nytsemdarskepna hafi kennt Islendingum vegagerð. Mögulegt er líka
MULAÞING
197