Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 204
mönnum, og er þar ekki leynt verzlun við enska og hollenska dugg-
ara. (Sama rit bls. 580.) Þá voru ekki liðin nema rúm 30 ár frá
stofnun einokunarverzlunarinnar og landsmenn þorðu enn að segja
ýmsa hluti sem síðar mátti ekki hafa í hámælum.
Þótt hann geri þokumuggu,
það gerir mér engin pín.
Við skulum róa duggu úr duggu
og drekka brennivín.
Þetta orti Arni í Höfn sem uppi var seint og seinast á einokunar-
tíma. Segir margt af skiptum hans við útlendinga í þætti Sigfúsar
Sigfússonar í þjóðsögunum.
Meiri umferð hefur þó sjálfsagt orðið bæði um Nesháls og
Skriður vegna flutninga á sjófangi upp á Hérað en af völdum laun-
verzlunar. Beinar heimildir um það hef ég ekki séð, en víða er slíkra
ferða getið, t. d. í ýmsum sagnaþáttum Sigfúsar Sigfússonar, og eitt-
hvað var um kaupstaðarferðir til Vopnafjarðar, en þangað var sjó-
leiðin aðallega farin.
Þá er að víkja nánar að sjálfri götunni yfir Skriðurnar, legu
hennar og gerð, og leiða í byrjun fram tvö vitni er svolítið hafa um
þetta að segja í ferðabókum. Olafur Olavius fer um Skriður 1776 og
segir: „Milli Njarðvíkur og Borgarfjarðar liggur leið, sem heitir
Njarðvíkurskriður. Er það einn hinn hættulegasti vegur á Islandi,
því að bæði er þar snarbratt og gatan svo mjó, að sá sem fer þar
um sér ekkert annað en grængolandi sjóinn og hvítan sandbotn
hans fyrir neðan sig. Þess vegna er það, að sumir, sem er svima-
gjarnt og óvanir leiðinni, láta binda um sig reipi og leiða sig af
tveimur fylgdarmönnum yfir hættulegasta hluta leiðarinnar.“
Þorvaldur Thoroddsen fer Skriður 1894 og segir: „Þar eru þver-
hníptir blágrýtisklettar með sjónum, en brattar skriður fyrir ofan
með tæpri götu, skáskorinni á ýmsan hátt. Fyrir neðan götuna
eru sums staðar þverhníptar gjár, og sogast sjórinn út og inn um
þær, eins og í Pumpu hjá Stapa á Snæfellsnesi. Gatan er mjó, en
vel rudd og slétt og hvergi svaðar eða kletlar, en illt er fyrir þá að
ríða slíka götu langan veg, sem hætt er við að sundla. Þó eru margar
200
MÚLAÞING