Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 205
skriður bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum verri yfirferðar en
þessar skriður.“
Til skamms tíma hefur mátt formerkja mislangt neðan við veginn
sem nú er, leifar gamallar götu, einkum á hornum og í stöku stað í
gilkinnum. Nú eru flest þessara ummerkja kaffærð undir ruðningi
frá bílveginum. En með hjálp Andrésar á Nesi er enn hægt að gera
sér glögga grein fyrir hvernig gamli vegurinn lá:
Við byrjum á Naddagilshorni og höldum suður: Af horninu ská-
hallt inn í gilið, út á hornið sunnan gilsins nær sjó en núverandi
vegi (brött gata niður syðri kinnina), þaðan suður í Krossgil svo
sem 10—20 metrum ofan við sjávarklettana (víða hæðir og dældir
á þessurn kafla), úr Krossgili uppávið aftur langleiðina að nú-
verandi vegi og suður yfir Bölmóð aðeins neðar en nú, af syðra
Bölmóðshorni niðurávið í Syðstagil (nafnlaust, en ég kalla það svo),
en þaðan frá sést hann enn allvel um Naumaskot, Aðgerðahvamm
og suður Jaðra allt í Skriðuvík. Niður í Skriðuvík að norðan all-
bratt yfir sveif í grasi vaxinni brekku (heitir Norðurkinn, slysastað-
ur af völdum snjóflóða), niður undir sjó (símastaurinn niðri í vík-
inni stendur á snösinni við gamla veginn), upp þaðan á Skriðuvík-
urhorn skammt ofan við sjávarklettana (götuskarðið sést greini-
lega). Þá tekur Landsendi við.
Hér tekur Andrés við frásögninni um sinn:
„Fyrst eftir að ég fór að fara Skriðurnar eftir aldamótin, var
galan örmjó, 1—2 fet á breidd. Gatan lá þá miklu neðar en nú,
með bugðum og beygjum bæði upp og niður, sums staðar niður
undir sj ávarkletta, og örlar enn á stöku stað fyrir gömlu götunum.
Lílið verk var árlega lagt í Skriðurnar til að lagfæra þær fyrir menn
og skepnur sem yfir þær þurftu að sækja, enda engin tæki til að
vinna með nema stungurekur og járnkarlspinnar hálfónýtir. Þá
þekktust ekki hakar eða malarskóflur. Skriðurnar voru ruddar á
hverju vori þegar snjór var horfinn og orðið þítt. Á löngu tíma-
bili var föst venja að Njarðvíkingar og Nesbændur ryddu Skrið-
urnar, og voru þær ævinlega kláraðar á einum degi af 6—8 mönn-
um. Verkinu var hagað þannig að Njarðvíkingar byrjuðu norðast
og Nesmenn syðst og mættust í Bölmóð, en þar eru landamerkin.
Það þótti óþarfi að hafa götuna breiðari en tvö fet.
MULAÞING
201