Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 206
Gatan vildi fljótt mjókka, bæði troðast úr neðri brún og smágrjót
falla efst í götuna undan fé og veðrum. Uin það var ekki fengizt og
látið eiga sig þangað til næsta vor. Ef stórrigning kom á sumrum
komu skriðuhlaup í læki og víðar og sópuðu götunum burt með
köflum. Við þess háttar skemmdir var gert sem fljótast svo að hægt
væri að komast með hesta yfir.
Vorið 1910 var vegurinn færður upp í Norðurskriðum. Tekin var
bein lína úr Naddagilslæk að krossi og handmokuð gata 2—3 fet á
breidd. Þetta þóttu góðar og miklar vegabætur, unnar með áður-
nefndum verkfærum, reku og járnkarli. Gatan frá krossi og suður
fyrir Bölmóð hefur verið og er enn á nokkurn veginn sama stað,
en þaðan hallaði henni niður og lá um Naumaskot í Aðgerðahvamm
og yfir Jaðrana og Skriðuvík mun neðar en nú, einkum í Skriðu-
vík.
Þegar ég var kominn til fullorðinsára fékk ég margar hugmynd-
ir í kollinn um verklegar framkvæmdir. M. a. hafði ég mikinn
áhuga á að vegurinn í Suðurskriðunum, á Jöðrunum og í Skriðu-
víkinni yrði færður ofar, að lárétt lína yrði lögð úr Bölmóð og suður
á Landsenda. Með þessari vegabreytingu tækist af Naumaskotið og
norðasti hlutinn af Skriðuvík, þar sem dauðaslysin hafa orðið í
snjóflóðum eins og vitað er. Auk þess styttist vegurinn og yrði
greiðfærari við að losna við mishæðir sem höfðu mjög víða myndazt
við það að oft var rudd gata yfir hlaup sem höfðu fyllt götuna, í
stað þess að moka þeim burt niður í fyrri götuhæð. Mér fannst allt
mæla með því að vegurinn yrði færður ofar þótt það kostaði tals-
vert fé fyrir hreppinn, en þegar ég hreyfði þessu fyrst var ekki um
neitt framlag að ræða frá ríki eða sýslu. Þessi vegur komst ekki
í sýsluvegatölu fyrr en eftir 1930 og ekki í þjóðvegatölu fyrr en
1936. Ég merkti þetta vegastæði með steinum hér og þar og hafði
síðan tal af ráðamönnum hreppsins og sagði þeim að ég væri búinn
að merkja fyrir nýjum vegi í Suðurskriðunum“.
Þar kom að farið var eftir þessum tillögum Andrésar um til-
færslu vegarins í Suðurskriðunum og áfram inn að Grafgili sem er
rétt utan við Geitavík. Vorið 1933 var hafizt handa í Skriðunum, nú
með hökum í stað járnkarls, en stungurekan var þó enn við líði um
sinn. Á nokkrum árum var ruddur eins metra breiður vegur frá Böl-
202
MULAÞING