Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 210
ÍNGIMAR SVEINSSON SKÓLASTJÓRI, DJÚPAVOGI
Um skólahald á Djúpavogi -
viðbót og leiðréttingar
í þætti um skólahald á Djúpavogi, sem birtist í 4. hefti Múlaþings 1969 varð
sú missögn, að á einum stað er sagt, að „Gamli skólinn“ hafi verið tekinn í
notkun 1912, á öðrum stað 1916. Þessi missögn stafar af fljótfærni minni og
því, að eldra fólk greinir á um þetta atriði. Hið rétta mun vera eftir því, sem
ég get komizt næst, að skólahúsið muni hafa veiið tekið í notkun 1912 eða 13
um það leyti sem Bjarni Eiríksson byrjar kennslu á Djúpavogi.
Eins og um var getið í áðurnefndum þætti má telja víst, að heimiliskennarar,
sem verzlunarstjórar o. fl. héldu, hafi unnið mikið og gott starf á Djúpavogi í
kringum aldamótin síðustu. Eiríkur Sigurðsson fyrrv. skólastjóri á Akureyri
hefur sagt mér frá nokkrum þeirra. Heimildir hans eru aðallega manntals-
skýrslur frá þessum tíma. Frekari upplýsingar um störf þeirra á Djúpavogi
munu að öllum líkindum ekki lengur til. Rétt er, að upplýsingum um þessa
menn sé haldið til haga, þótt e. t. v. sé ekki hægt að telja þá með í þeim hópi,
sem almenna kennslu stunduðu. Eiríkur tilgreinir fyrstan Emil Guðmundsson
cand. theol. síðar prest á Kvíabekk í Olafsfirði. Hann er skráður heimilis-
kennari hjá Stefáni Guðmundssyni faktor 1891, þá 26 ára. Emil var bróðir
Stefáns og faðir Andreu Emilsdóttur, er lengi átti heima á Djúpavogi og var
um skeið fastur kennari við barnaskólann á Djúpavogi.
Árið 1892 er heimiliskennari hjá Stefáni Einar Pálsson cand. theol. frá
Glúmsstöðum í Fljótsdal, þá 24 ára. Prestur á Hálsi í Fnjóskadal 1893. Síðar
í Reykholti.
Næstur er Páll H. Gíslason kennari í 3 ár, 1893—95. Gerðist kennari tvítug-
ur. Kvæntist Stefaníu systur Stefáns faktors. Var lengi verzlunarmaður á
Djúpavogi. Var húsið í Hrauni byggt sem bústaður hans.
Þá nefnir Eiríkur næsta: 1898—99, Þórhallur Daníelsson 25 ára. 1899, Sig-
urður Kristjánsson 18 ára. 1900, Einar Arnórsson 20 ára. 1901 og 1902, Stefán
Benediktsson 45 ára. 1903, Páll Sigbjörnsson 41 árs. 1904—06, Páll Benjamíns-
son 23 ára, kennari og verzlunarmaður. Ekki er fyllilega ljóst, hvort þessir 5
síðasttöldu voru kennarar hjá Stefáni faktor eða Iversen verzlunarstjóra eða
báðum samtímis. Líklegt, að hinir þrír síðustu hafi fremur verið hjá Iversen.
206
MÚLAÞING