Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 10
8
MÚL AÞING
Minjasafnið á Bustarfelli í gamla Bustarfellsbænum, sem.
ríkið eignaðist til viarð'Víeisdu sikömmu eftir 1940, en tnunir
safnsins eru í einkaeign, fyrist og fremst heimafólkis á Bust-
arfelli. Er þetta gott safn á sína visu og allheilleg mynd af
rausnarsietri frá fyrrihluta aldarinnar og aldiamótum, og
ýmsir munir og búsakynni að stofni til mun eldri.
Hitt er Náttúrugripasafnið í Neskaupstað, sem kviknaði
sem hugmynd fyrir tæpum 10 árum og opnaði fyrst sýn-
ingu árið 1970 og hefur síðan fest sig nokkuð í sessi og
stendur að nokkru fræðilegu starfi og útgáfu.
Minjasafn Austuriands. hið elsta sinnar tegundar í fjórð^
ungnu’xTn, hafði þá í aldarfjórðung eða frá árinu 1945 búið
við þröngan kost um húsnæði í einu litlu herbergi á Skriðu-
klaustri, og að heita má jafn lengi við stöðnun í öflun safn-
gripa. í stuttu máli er saga þess svofelld, einis og lesa má
hana úr gjörðabók stjómar safnsins, sem ég fókk góðfús-
lega aðgang að:
Á fundi í Atlavík 19. júlí 1942, í framhaldi af erindi, sem
Gunnar skáld Gunnarsson hafði flutt þar á siamkomu var
stofnun byggðasafns fyrir Múlasýslur til umræðu og kosin
7 manna undirbúningsnefnd til að vinna að því máli. Var
Gunnar kjörinn formiaður hennar, en með honum voru í
nefndinni Páll Herinannsson alþingismað'ur, Þórarinn Þór-
arinsson skólastjóri, Björn Hallssion hreppstjóri á Rangá,
Sveinn bóndi á Egilsstöðum, Benedikt Guttormsson
bankastjóri á Eskifirði og Sigrún P. Blöndal forstöðukona á
Hallormsstað. Nefndin leitaði eftir bakhjarli. og fann hann
hjá félagasamböndum í Múlasýslum. en þá höfðu Samband
austfirsikra kvenna og Ungmenna- og íþróttasamband Aust-
urlands nýiega tekið byggðasafnsmál á stefnuskrá sína, að
því er segir í gjörðabókinni. Einnig var leitað til Búnaðar-
sambands Austurlands um stuðning við málið og óskað eft-
ir því við aðalfundi þessara sambanda, að þeir kysu 1 full-
trúa hvert í stjórn safnsins. Jafnframt ákvað undirbún-
ingsnefndin útgáfu dreifibréfs til kynningar tnálinu. Þeg-
ar á næsta ári höfðu sambönd þessi orðið við beiðni nefnd-