Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Síða 12
10
MÚLAÞING
þykkir það einróorua, nema öðruvísi sé ásikilið af gefanda
eða seljanda.
7. gr. Tekna síkai afla með frjálsum framlöigum sambandanna og
annarra aðila, er styðj a vilja sitofnuninia.
8. gr. Verði nokkru sinni ákveðið að leggja safnið niður, skulu
munir þesis ganga til Þjóðminjasafns ísiand:s — og það ráð-
Stafa eignum þesis.
Síðari breytingar: Á fundi stjómar Minjasafnsins 8. júlí 1969
var ákveðið að leita heimildar aðildarsamitakanna til að bjóða
Sögufélagi Austurlands, Sambandi fiskideilda á Austurlandi og
Menningarsamtökum Héra'ðsíbúa aðild að safninu og stjóm þesis.
Söigufélagið mun hafia svarað þessari umileitian jiákvætt og kauis
fulltrúa, siem mætti á stjómarfund í júlí 1970.
Skipulagssikráin ber það með sér að safnið er hugsað sem
sjálfseignarstofnun, en aðildarfélög, sem svo eru kölluð,
kjósa því stjórn og er ætlað að tryggja fjárhag safnsins.
Eins og um fleiri góðar stofnanir urðu það húsnæðismál-
in, sem urðu safninu fjötur u’m fót að heita mó frá byrjun,
en við það bættist að forgöngumenn og fyrsta stjóm var á
brautu 5 árum eftir stofnun safnsins og aðals-afnarinn,
Ragnar Ásgeirsson^ einnig horfinn af vettvangi. Fyrst lutu
hugmyndir að því. eða fram til 1949, að reisa safninu sama-
stað á Halilormsstað, og var fengið vilyrði frá skógræktar-
stjóra um lóð fyrir sýningarskála. Hins vegar var safngrip-
um komið fyrir til vörslu á Skriðuklaustri á árinu 1945,
eins og áður var getið, og settir þar upp til sýnis j einu her-
bergi á árinu 1948, þar siem þeir eru enn_ og var þetta gert
að því er bókað stendur án samráðs við stjórn safnsins. I
þann mund fiutti Gunnar skáld frá Klaustri og gaf ríkinu
jörðina með ákveðnum skil’málum um, að lokið yrði endan-
lega við húsið samkvæmt teikningu og það nýtt til að hýsa
ýmsa menningarstarfsiemi m. a. minjasafn og listamenn.
í framhaldi af þessu ritaði Menntamálaráðuneytið bréf
til stjómar Minjasafnsins, dagsett 18. júní 1949, þar sem
ráðuneytið gefur kost á að safnið fái húsnæði að Skriðu-
klaustri og æskir að taka upp samninga við forráðamenn
safnsins u’m það mál. Er í þessu sambandi rætt um mögu-