Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Síða 14
12
MÚL AÞING
gætt, 'og: ákvæði gefenda Skriðuklausturs um húseignina
ekki verið hlutaðeigandi valdsmönnum. ofarilega. í huga.
Á árinu 1950 eru samningar um aðstöðu fyrir Minjasafnið
komnir í sjálfheldu, og segir um bað í gjörðabók: ,, • • • virð-
ist hafa strandað á því, að ráðuneytið geti ekki látið safnið
hafa stóru stofuna, sem var bó með í tilboðinu í bréfi dags.
18. júní f. á.“ I bréfi ráðuneytisins til safnstjómar um þetta
leyti er óskað eftir að umráðamenn búsins að Skriðu-
klaustri og stjórn Minjasafnsins reyni að finna lausn á
húsnæðismálunum og sendi um það tillögur sínar tii ráðu-
neytisins.
Nú verður nær 4 ára hlé á fundutn stjórnar safnsins; og
er Ijóst, að lítið hefur verið tekist á við þann vanda; sem
ráðuneytið varpaði frá sér yfir á heimamenn. Sennilega
'hefur stjóirnarmönnum þótt óvænlega. horfa um fyrirhug-
að sambýli og á stjórnarfundi 1954 er farið að hugsa til
annarra leiða, m. a. í því formi að skipta á fyrirhugaðri
aðstöðu fyrir safnið á Skriðuklaustri og fjárhagsstuðningi
við að koma upp hentugu húsnæði annars staðar á Héraði
og þá í væntanlegu félagsheimili á Egilsstöðum. Eíkki er þó
fast fylgt á eftir þeirri hugmynd, því að 2, 3 og jafnvel 4
ár líða á milli stjórnarfunda. Þó er greint frá því á árinu
1960, að safnið hafi fengið loforð fyrir allgóðu húsnæði í
væntanle'gu félaigsiheimili á Egilsstöðutn. Einnig reyndi
stjómin öðru hvoru að knýja á um efndir á fyrirheitum og
ádrætti af háifiu ráðuneytanna, annað hvort fái safnið 5
herbiergja rými á Skriðuklaustri, ellegar samsvarandi að-
stöðu við félagsheimilið hér á Egilsstöðum. Gallinn á sókn-
arstöðunni var hins vegar sá, að um herbergin 5 á Skriðu-
fclauistri hö-fðu aldrei verið gerðir formllegir samningar, og
áttu ráðuneyti því auðvelt með að slá úr og í. Árið' 1966
samþykkir stjórnin að loka safninu, þar til annað verði
lákveðið. Á árinu 1970 virðist enn hafa vaknað' von um auk-
ið húsrými á Skriðuklaustri, þvf að stjómin gerir áætlun
um að opna þar sýningar í nýjutn húsakynnum sumarið
1971, en í það skjól fennti fljótt sem hin fyrri. Þetta er