Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 27
MÚL AÞING
25
inga og líklega fremstir í sinni röð hérlendis. Þá ætlar
stjómin að verja kr. 275 þús. í styrki til skráningar og söfn-
unar í þágu einstakra safna á svæðinu, þar af kr. 100 þús-
und til Minjasafns á Skriðuklaustri og Héraðsskjaiasafns-
ins á Egilsstöðum, og jiafnframt er von til að hægt verði
að miðla mönnum til nokkurra slíkra verkefna. Þetta segi
ég hér mönnum til glöggvunar á Sitarfsháttum þessarar
nýju stofnunar, sem ætlað er þannig stuðnings- og sam-
ræmingarhlutverk við uppbyggingu safna á svæðinu. Ráð-
stöfunartekjur eru enn ekki háar_ en væntanlega eiga þær
eftir að hækka til 'muna. er Safnastofnunm ávinríur sér
traust og sannar gildi sitt og getu.
Eg vil ekki eyða frekari tíma í að rekja afskipti stjómar
Safnastofnunar af málefnum annarra safna en þeirra, sem
ætlað er að rísa eða eflast hér á Héraði, en utan þess svæðis
hefur mest farið fyrir stuðningi við væntanlegt Tæknisafn
á Seyðisfirði, m. a. til að fá gamla Wathne-húsinu ráðstaf-
að til Seyðisfjarðarkaupstaðar, þar sem fyrirhugiað er að
varðveita símaminjar og fleira tadknilegs eð'lis.
Eins og ég hef áður getið um, eru söfnin, sem fyrirhugað
er að verði hér á Héraði og varða Safnastofnun eftirtalin:
Minjasafn Austurlands; Héraðsskjalasafn á Egilsstöðum og
Skógminjasafn á Hallormsstað, og auk þess, svo einstök
hús og fleiri tnannvirki, er varðveislugildi hafa svo og fom-
minjar.
Skógmiinjasaínið á Hallormsstað er enn á hugmyndastigi,
en þó eru drjúgir vísar til þess löngu vaxnir -úr moldu. Safn
þetta gæti aamanstaðið af tveimur þáittum: Annars vegar
skipulegu tegundasafni og sýnishornum lifandi trjáplantna
(Arboretum), og kemur elsti hluti Markarinnar (gróðrar-
stöðvarinnar) væntanlega til mieð að mynda stofn þess,
hins vegar væri svo minja- og fræðslusafn í sýningairsikála
í tengslum við trjágarðinn^ þar se'm varðveittar væru upp-
lýsingar og minjar um sögu og þróun skógræktarstarfs í
landinu og gefið yfirlit urn gróðurfarsisögu landsins að fornu
°'g nýju. Safn þetta ætti að hafa svipaða vaxtarmöguleika