Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 33
MÚLAÞING
31
Vissulega hafa efase’mdir komið fram, bæði innan stjórn-
ar Safnastofnunar og hjá fleiri aðilum, um að Skriðuklaust-
ur sé hinn ákjósanlegi framtíðarstaður fyrir Minjasafn
Austurlanids. Ég hef svarað slíku eitthvað á þá leið, að um
það skulum við ræða eftir áratug eða svo. er reynsia er
fengin af rekstri safnsins þar við góðar aðstæður varðandi
húsnæði og aðra aðbúð. Nú á dögum er auðveldara að fá
fjármagn till að byggja yfir sauðkindur og bað sem við á
að éta en að fá milljónatugi úr opinberum sjóðum til að
byggja yfir menningarmál, sem standa ekki alltof traústum
fótu’m í almenningsálitinu eða menn eru orðnir vanir að
afræikja. Ég held því að sú lausn sem hér hefur verið
kynnt, eigi að vera okkur fagnaðarefni, og auk þess fellur
hún að þeim ramma, sem gefendur se'ttu á sínum tíma.
Það þarf engan að undra, þótt aldurhnigið skáldið sé óhresst
yfir að horfa á vanefndir viðtakenda nú 25 árum síðar, en
þau hjónin, Gunnar og Franzisca. munu vel una umræddu
samkomulagi, ef ekki verður dráttur á efndum i anda þess.
Nú er að standa vel í ístaðinu, og ég vænti sem bestrar sam-
vinnu ’milli stjómar Safnastofnunar og Minjasafnsins og
annarra aðila við það verðuga verkefni að koma upp góðu
og gagnlegu safni og annarri menningarstarfsemi í húsi
skáldsins.
Að lokum vil ég ræða hér lítillega málefni eins safns
til viðbótar, en það er enn á hugmyndastigi og liggur utan
verkahrings Safnastofnunar. Er það Héraðsbó.kasafn á Eg-
ilsstöðum í tengslum við bóka- og gagnasafn menntaskósla
á Egi'lsstöðum. Slík samvinna er nú á umræðustigi milli
bygginganefndar skólans og stjórnar Héraðsbókasafnsins,
og fyrir liggur jákvæð afstaða ráðuneytis og bókafulltrúa
gagnvart silíku samstarfi. Er það líka í samræ’mi við stefnu-
mótun í væntanlegri löggjöf um almenningsbókasöfn. þar
sem segir:
„Samvinnu skál komið á milli almenningsbókasafna og
skólabókasafna, þar sem henta þykir og við verður komið
til að nýta sem best fjármagn, bókakost, húsakynni og
L