Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 35
MÚLAÞING
33
minjasafns á Eskifirði og Tæknisafns á Seyðisfirði, á að
gera kleift að ná frain þeirri afmörkun í uppbyggingu, sem
þessum litlu söfnum er nauðsynleg, eigi sýningar þeirra
ekki að fá á sig þann krambúðarblæ, sem þvi miður gætir
hjá. byggðasöfnum sums staðar á landinu. Önnur starf-
siemi við safnið verður þá einnis he’lsteyntari og notaeildi
þess fyrir vikið meira, um leið og ánægia skoðandans eykst.
Eg mun ekki verja hér meiri tíma til að ræða frekar um
æskilega innri gerð slíkra safna. né ýmsa þá þætti. er þar
þyrftu að dafna auk sýninganna, og ég er heldur enginn
sérfræðingur á því sviði.
Aðeins vildi ég að endingu minna á þýðingu þess, að um-
ráðendur safna hafi hugfast, að þau 'geta hvorki né eiga
að verða endanlegar stofnanir, sem kornið er upp í eitt
skipti fyrir öll, heldur þurfa að vera í stöðugri þróun og
glíma við ný viðfangsiefni sem skapast varðandi söfnun
minja og annarra menningarverðmæta friá kynslóð til kyn-
slóðar. Svipuðu máli gegnir um bann þekkingarauka á
náttúru lands okkar og umhverfi. sem nú vex óðfluga og
náttúrugripasöfnum er skylt að endurspegla.
Ég ga>t snemma í þessu erindi um stofnun safna í Reykja-
vík, sem bláfátækir áhuga- og inenntamenn hrundu af stað
á öldinni sem leið, og hvexs virði það frumikvæði er nú að
öld liðinni fyrir samtíð og söfn, sem af þeim vísum hafa
vaxið. Hvað skyldu þessir brautryðjendur hialda um okkur
nútímamenn í veisæld og veraldlegu ríkidæmi bílaaldar?
Við mættum oftar leiða hugann að skyldum við þær kyn-
slóðir, sem vonandi eiga eftir að lifa í þessu landi í önnur
ellefu hundruð ár og kynnu af og til að vilja líta utn öxl í
dagsins önn og á tyllidögum.