Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 36
34
MÚLAÞING
Hjálmar Vilhjálmsson,
fyrrum sýslumaður:
Hugleiðizigar
um landnám í Seyðisfirði.
I.
Seyðisfjörður liggur nærri því frá austri til vesturs, en
sveigir þó ndbkuð til suðvesturs, Hann skerst inn í landið
ekki fjarri miðju Austurlandi. Lengd fjarðarins er um 15
fcm. iHann er breiðastur við fjarðarmynnið og er þar um
3—4 km á breidd, en mjó'kkar síðan nokkuð jafnt eftir því,
sem ’innar kemur í f jörðinn og er hér utn bil 1 km á breidd
iinn við fjarðarbotn. Dýpi er einkar jafnt í firðinum. hvorki
boðar né sker á eðlilegri siglingaleið.
Að sunnan, vestan og norðan standa allhá fjoll, flest með
reglulegum iklettabeltum efst, en neðan klettanna skiptast
á sikriður, grösugar hlíðar, gil og lækir. Nokkrir grösugir
dalir prýða fjörðinn, einkum við botn hians og á suður-
byggðinni. Svo sem ætla má af því, sem 'hér var sagt, er
víðátta ekki mikil í þessum firði. Hillingar eru þar ekki og
fjarlægðin gerir þar ekki fjöllin blá. I logni og blíðu end-
urspeglar fjörðurinn iþau oft með undursamleigum hætti.
Sagan segir, að hér hafi Bjólfur nu'mið land.
n.
Elstu heimildir, sem greina frá byggð í Seyðisfirði, er
að finna í Landnámubók. Þar segir sv'o:
„BjóMr, fóstbróðir Loðmundar, nam Seyðisfjörð allan ok
bjó þar alla ævi. Hann gaf Helgu, dóttur sína, Áni inum