Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 38
36
MÚLAÞING
þei’m, siem fyrstir fcomu til fjarðarins, hafi virst hann seiða
sig til sín 1).
Nafn fjarðarins hefurr ætíð verið ritað með y. Hinsvegar
eru orðin: Seiði = síli, seið af seiður = magna seið, seiða
tröll og orðið að seiða = að heilla öll rituð með i og má
þá gera ráð fyrir, að nafn fjarðarins isé ekki myndað af
þessum hugtökum.
I orðabók Arna Böðvarss'onar er orðið seyðir og sagt að
það merki gróf, sem notuð hafi verið til að sjóða í, holu,
l'öigð innan siteinum, sem voru hitaðir með eldi. Samkvæmt
þessu er líklegt að leita megi sikýringar á nafni fjarðarins
rn. a. í orðinu að sjóða. Á landnámsöld hefur vafalaust verið
gnægð síldar í Seyðisfirðþ eins og raunar oft síðar allt til
vorra tíma. Minna má á síldarárin miklu^ fyrir síðustu
aldamót, þegiar Norðmenn veiddu síld á Seyðisfirði í land-
nætur inn við fjarðarbotn. Enn sfcemmra er að minnast i
geysilegs síldarm'agns, isem gekk í Seyðisfj örð nokkur haust
og vetur eftir 1930. Þegar síld veður, sem títt er, verður
sjórinn á að líta lí'kur sjóðandi vatni. Þegar litið er á fjörð-
inn frá Búðareyri virðist hann vera hringllaga og þar inn
við fjarð'arbotninn heitir hann Kringla. í sitormi myndast
oft hvirfilvindar á Kringlunni og standa þá strófcar, gufu
líkir í loft upp yfir sjónum.
Með hliðsjón af þeim einkeninum og fyrirbærum, sem
hér var lýst og skýringu O'rðiabókarinnar á orðinu seyðir.
er nafngift fjarðarinis býsna eð'lileg. Vera má þó, að betri
skýringar iséu til á nafni fjarðarins.
Hvergi er þess. getið, hvenær Bjól'fur nam land 1 Seyðis-
firði. Vér vitum því ekkþ hvaða ár það var, sem Bjólfur
k'om til Seyðisfjarðar og nam þar land. Hinsvegar má geta
sér til um það tímabiþ sem sennilegt er, að hann hafi num-
ið þar land. Þegar leitað er svars við þessari spurningu
1) Handrit Sigurðar Vilhjálmssonar^ Hánefcstöðium, bls. 1—2.