Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 42
40
MÚLAÞING
á brott, og hin illu álög, sem. hann lagði á fjörðinn 1). Það
'má því ætla, að Án inn rammi hafi verið æsikilegur ná-
granni fyrir Bjólf og því hafi hann látið hann fá verulegan
hluta landnáms síns og gefið honum dóttur sína, en líklega
með því skilyrði, að hann settist að þar. Sé tilgáta þessi
rétt, hefur næsti bær, sem byggður var í Seyðisfixði á eftir
Firði, verið bær þeirra Helgu og Áns ins ramma. í landi
þeirra eru fjórar dágóðar jarðir: Vestdalur, Dvergasteinn,
Selstaðir, (áður Kolstaðir) og Brimnes. Á síðast nefnda
bænum var best útræði og landskostir góðir að öðru leyti.
Má vera( að þau hafi reist bæ sinn þar. Sjóleiðin frá Brim-
nesi að Húsavík er álíka löng og frá Brimnesi að Firði. Ef
Án hefur verið frá Húsavík, kynni það að hafa ráðið
bæjarvalinu.
í Örnefnasikrá Seyðisfjarðar er talið, að ömefnið Landa-
mótsá á suðurbyggðinni, gefi til kynna, að á þessi hafi
fyrst skipt löndum í landnámi Bjólfs á suðurbyggð fjarð-
arins. Landið austan árinnar út að Skálaneslandi hafi í
fyrstu verið ein jörð og heitið Austdalur. Land þetta
hafi ísólfur fengið syni sínum eða tengdasyni til ábúðar.
Skálaneslland hafi hinsvegar fylgt landnámsjörðinni, Firði,
vegna þess( að nauðsyn hafi verið góðs útræðis, en lang-
ræði var frá Firði. í þessu sa’mbandi er þess getið, að laust
fyrir síðustu aldamót hafi nokkrir þeirra, sem áttu Fjörð,
selt Skálanes. Þá er þess loks getið í Örnefnaskxánni, að
fornt mat á Austdal bendi til þess, að úr þeirri jörð hafi
síðar verið skipt Þórarinsstöðum og Bæjarstæði, sem í
1) fsi. sögur I, 184—185: Þegar Loðxnundur frá til öndvegissúlna
sinna fyrir aunnan land „bar hann á sikip öll föng sín. En er seg’l
var dregit, lagðist hann niðr ok bað engan mann vera svá djarfan,
at hann nefndi >sik. En er hann halði skarama hríð legit varð gnýr
xnikill. Þá siá menn, at skriða mikil hljóp á bæ þann, er Loðmundur
hafði búit á.
Eftir þat seittist hann upp ok tók til or’ða: „þat er álag mitt, at
þat skip skai aldri heilt af hafi koma, er hér siglir út“ “.