Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Síða 44
42
MÚLAÞING
þriggja hjáleigna. Þetta eru í aðalatriðuim siömu jarðir og
verið hafa í byggð í Seyðisfirði allt fram á síðustu áratugi.
Þess er áður getið til, að Þórarinsstaðir hafi verið byggðir
980—990. Sennilegt er þá, að jarðir, sem betri voru, eða eins
góðar hafi ekki verið byggðar löngu seinnia. Niðurstaðan
verður sú, að Seyðisfj örður hafi verið fullbyggður um
1000 eða á fyrri hluta 11. aldar. Við þessa ályktun er það
að athuga að hún er að nokkru leyti byggð á tilgátum um,
að sonur eða tengdasonur ísólfS, Þóarinn loðinhöfði, hafi
búið í Austdal, en fyrir tilgátu þeirri eru ekki heimildir.
V.
Hér verður að lokum getið þeirra manna, sem fyrstir
bjuggu í Seyðisfirði, svo og nokkurra þeirra, sem áttu ætt
sína að rekja til þeirra. Ártöl þau sem hér fara á eftir eru
flest tilbúin eftir því, sem líklegast má telja. Þá er gert
ráð fyrir 30 og 40 árum til skiptis í hverjum ættlið.
1. Bjiólfur (860—920) kom fná Vors af Þulunesi í Noregi.
Nam Seyðisfjörð allan og bjó 1 Firði. Átti tvö böm, Helgu
og ísólf.
2. ísólfur (890—950) var sonur Bjólfs og bjó í Firði. Átti
Ástríði Þorvaldsdóttur hoibarka Ásröðarsonar, ef Ásbjöm
loðiuhöfði var sonur ísólfs.
3. Ásbjörn loðinhöfði (930—990). Kona hans hét Ingileif.
Hún virðist geta hafa verið dóttir ísólfs, en þá var Ásbjöm
tengdasionur hans. Það er tilgáta, að Ingileif og Ásbjörn
hafi reist bæ í Austdal og búið þar fyrst manna.
4. Þórarinn (960—1020) var sonur Ingileifar og Ásbjarn-
ar. Það er tilgáta, að Þórarinn hafi byggt bæ á Þórarins-
stöðum og hiafið þar búskap, en hafi lengst af búið í Firði.
Það er einkennilegt, að engar sögur fara af Þórami, þó
að bræður hans, Þorkell svartaskáld og Þo'rleifur kristni
séu jafnan kynntir, sem bræður hans, þegar þeirra er getið.
Til þess að unnt sé, að gera sér hugmynd um^ hverskonar
maður Þórarinn var, er nauðsynlegt, að rifja lauslega upp
sögu þeirra bræðra, Þorkels og Þorleifs.