Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 45
MÚLAÞING
43
Er þá fyrst að geta siamsikipta þeirra Þorikels og Helga
Droplaugarsonar. Þeir hittust á Eyvindará. en þanigað var
Þorkell kominn yfir Fjarðarheiði. Þeir voru þar saman
um nóttina og töluðu 'margt og mæltu til vináttu með sér.
Helgi mælti við Þorkel: „Hvert ætlar þú heðan?“ Þorkell
svarar: „Út á Nes til Bjarnar. Hann seldi léreft í vetur, er
ek átti. Mun ek þar vera þrjár nætur“. Þá mælti Helgi:
„Ek vilda iat vit færim saman upp um fjall“. Þorkéll kvaðst
það gjama vildui). Ferð Þorkels var heitið að Nesi í Norð-
firði_ því þess er getið, að þeir hafi gist í Fannardal nótt-
ina áður en þeir sneru til baka2). Illu heilli fyrir Þorkel
varð það úr, að Þeir urðu siamferða, Helgi pg hann, í þessa
ferð til Norðfjarðar og aftur til baka. Á leiðinni heim féll
Þorkell í bardaganum í Eyvindardal (998 3), eftir að hafa
kvatt Helga og lagt upp til Fjarðarheiðar, en snúið aftur
til liðs við hann, sjálfsagt þegar hann sá ofan úr fjallinu
til þeirra manna, sem sátu fyrir Helga 4). Af þessari frá-
sögn má ætla, að Þorkell hafi búið í Seyðisfirði og stundað
þaðan kaupskap.
Þá er að geta Þorleifs kristna, hálfbróður Þórarins. Hann
var, ásamt Halli af Síðu_ fulltrúi Austfirðingafjórðungsi við
kristnitökuna á Alþingið). Þorleifur átti í ýmsum útistöð-
utm við þá Vopnfirðingana, Brodd-Helga á Hotfi og Geiti í
Krossavík, m. a. út af vígi Hrafns stýrimanns sem var
félagi Þorleifs. Hrafn var maður norrænn. Hann var auð-
ugur og var myrtur til fjár, að því ^er virðist að undirilagi
téðra Vopnfirðinga, því ætlun þeirra var að skipta með
sér eftirlátnum eigum hans. Þetta fór þó á annan veg en
ætlað var_ því Þorleifi tókst að koma varningi Hrafns og
öðrum eftirlátnum eigum hans á skip sitt, nemia kistli
1) ísL sögur, X, 141 og 203.
2) Söimu rit, X, 144 og 286.
3) Annálar.
4) ísa. sögur X, 145—147 og 287—289.
5) Söœnu rit, I, 271.