Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 46
44
MÚLAÞING
nokkrum, sem ’menn hugðu fullan af gulli og silfii og
Geitir mun hafa komist yfir, svo og hringi þeim, sem
Hrafn hafði á fingri sér, þegar hann var myrtur, og Brodd-
Helgi mun hafa náð til sín, ef marka má dylgjur þær sem
fóru á milli þeirra Geitis og BroddHHelga. Þorleifur lét
síðan í haf, eftir að þeir Brodd-Helgi og Geitir höfðu ætl-
að að leggja til atlögu við hann, en hurfu frá því, að ráði
Geitis, sem vænti þess, að Þorleifur hlyti andbyr og myndi
hrekjast aftur til landsins^ en þá yrði hann auðsóttur. Þeim
varð þó ©kki að þessari von sinni, því Þorleifi byrjaði vel
og siki'laði erfingjum Hrafns stýrimanns eigum hans. Af
Brodd-Helga er það að segja, að hann var heldur ókátur
eftir þessi viðskipti við Þorieif og hugðist klekkja á hon-
um, þegar hann kæmi aftur til landsins. Sumarið eftir kom
Þorleifur skipi sínu út í Reyðarfjörð. Brodd-Helgi var
feginn þeim tíðindum, en þegar hann frétti, að Þorleifur
hefði allt fé Hrafns af höndum greitt erfingjum hans,
þótti honurn ekki sigurstranglegt að eiga frekari ýfingar
við Þorleif út af málum Hrafns^ en brá á annað ráð. Þar
eð Þorleifur var maður kristinn hafði hann neitað að greiða
hoftoll. Stofnaði Brodd-Helgi nú til málaferla gegn Þorleifi
út af vangreiðslu tollsins og fékk Digr-Ketil, góðan dreng
og garp mikinn, sem bjó í Fljótsdal^ til þess að taka að sér
málið. Ketill færðist undan í fyrstu vegna vinsælda Þor-
leifs, en lét þó tilleiðast. Gerir hann nú ferð sína við tíunda
mann til Krossavíkur og stefnir Þorleifi. Þorleifur tók
komumiinnum vel og bauð þeim gistingu hjá sér, en þeir
þáðu ekki og héldu leiðar sinnar, en urðu að snúa aftur
vegna illviðris. Gistu þeir nú hjá Þorleifi tvær nætur við
góðan beina. Svo fóru leikar að Ketill lét niður falla mála-
reksturinn við Þorleif og kvaðst vilja vera vinur hans 1).
Samkvæmt framansögðu má álykta, að Þorleifur hafi verið
höfðingi miki'll, djarfur, réttsýnn og hinn besti drengur.
Hann var í förum og mun hafa stundað kaupskap. Hann
1) ísl. sögur, X, 23—30.