Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 52
50
MÚLAÞING
leiðarinnar. Heitir þar Fönn eða Norðf jarðarfönn til frek-
ari skilgreiningar.
Ef farin er 'þessi leið með f járrekstur úr Hjaltastaðarþing-
há, er hún ekki öllu lengri en til Reyðarfjarðar og hægt að
kornast hana á þrem dögum, sé um engar hindranir að ræða
sökum snjóa. Þesisa leið fór ég með öðrufn manni með slát-
urijárrekstur haustið 1932 í síðustu viku septembermán-
aðar. Varð sú för all söguleg en bó slysalaus með öllu.
Ætla ég nú að freista þess að rifja hania upp eftir minni
þótt efalaust sé víða farið að fenna í sporin eftir rösk fjöru-
tíu ár.
Tildriög ferðarinnar voru þau, að siumarið 1932 kom
gamall sveitungi búsettur á Noirðfirði 1 heimsókn og dvaldi
nokkra daga hjá frændum og vinium í Hjaltastaðarþinghá.
Þetta var Jón Sigfússon frá Svínafelli síðar bæjarstjóri og
skattstjóri í Neskaupstað. Jón hafði flutt úr sveitinni um
1920, fyrst til Borgiairfjarðar og gerðist starfsmaður hjá
Hinum isatneinuðu íslensku verslunum, sem Olafur Gísla-
sion frá Búðum veitti þá forstöðu, en þær hættu um líkt
leyti sitarfsiemi sinni þar. Flutti þá Olafur og Jón með hon-
um til Norðfjarðar. Tók Olafua' við forstöðu „Hinna sam-
einuðu“ þar, en þær hættu allri starfsemi nokkrum árum
síðar. Eftir það starfaði Jón lengi á Norðfirði við skipa-
afgreiðsilur, ra'k auk þess ismá verslun um tíma, aðallega
með byggingarefni, áður en hann var kvaddur til þeirra
starfa sem áður gat. Jón var áhuga’maður um almenn mál
og lét sig afkomu almennings nokkru varða. Hann mun
hafa hvatt til þess við kunningja sína hér, að þeir tækju
upp viðskipti við Norðfirðinga. taldi auðvelt að fá kaup-
endur í bænum að lömbum til slátrunar fyrir 10 króna með-
alverð og peningagreið'Silu út í hönd.
Voru það einkum þeir Gunnar Magnússon bóndi í Döl-
um, síðar á Hjaltastað og Sigbjörn Sigurðsson, oddviti og
bóndi í Rauðholti, sem Jón talaði við í alvöru um þessi
mál. Bauðst Jón til að athuga þetta við neytendur á Norð-