Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 54
52
MÚLAÞING
ur og hafði fjárhópurinn lítið hreyft sig um nóttina svo
við gátum strax haldið áfram, enda kom það sér betur því
nú var fyrir hendi erfiðasti áfangi ferðarinnar, það er að
segja yfir Fönn til Norðfjarðar.
Götnul brú var á Slenjudalsá, sem er töluvert vatnsfall
og á upptök sín á Mjóafjarðarheiði og er þvert á leið þegar
farið er inn á Tungudal. Var áin brúuð vegna póstleiðar-
innar sem áður gat. Gat áin oft verið ill yfirferðar og
verulegur farartálmi fyrir póstinn.
Gekk ferðin vel inn á Tungudal eða þar til beygja þarf
upp til Norðfjarðar. Hér skildust leiðir. Pilturinn sem með
okkur var sneri til baka með hesta okkar en við bræður
brugðum fyrir okkur hestum postulanna og lögðum á
brattann út í óvissuna. Ágæt veður höfðu verið undan-
farna daga, hæg suðvestan átt og blíðviðri en nú var að
sjá áttabreyting í lofti. Þokubakki á austurfjöllum hækk-
aði óðfluga og líkur fyrir austan átt með þoku og einhverri
úrkomu þegar á daginn liði.
Ferðalagið gekk þó vel langleiðina upp undir Fönn, en
þegar þar kom fór að snjóa og var fljótlega kominn
ökklasnjór, og það sem verra var, isvo mikil bleyta í snjón-
u!m, að hlaða tók í lömbin og þau urðu ganglaus og tafði
þetta allverulega för okkar. En áfram þokuðumst við þó
hægt gengi. Lítið sáum við frá okkur vegna þokunnar.
Loks eftir langan tíma og mikið erfiði náðum við há-
bungunni á Fönn. Stönsuðum við þar litla stund og reynd-
um að átta okkur á aðstæðunum og hvert halda skyldi.
Annað veifið svifaði í þokuna og sáum við þá, að beint
fram undan okkur reis allhár tindur. Þóttumst við vita,
að hægra megin við hann yrðum við að fara til þess að kom-
ast til Norðfjarðai. Eftir litla hvíld lögðu’m við niður
brekkuna. Gekk nú ferðalagið ólíkt betur þegar undan
brekkunni var haldið og vorum við, eftir því sem okkur
fannst, brátt ikomnir niður úr þokunni og snjónum og sáum
niður í djúpan dal. Létti okkur stórum við þetta því á réttri