Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 56
54
MÚLAÞING
en hann væri háttaður, en við skyldum koma inn og hitta
hann að máli. Gekk hún á undan okkur úr bæjardyrum inn
gang að eldhúsi, þaðan í stofu En á herbergi til hliðar við
stofuna stóðu dyr opnar. Eitt rúm var í þessu herbergi og
í því hvíldi rosikinn maður með aHskegg niður á bringu og
all mikilíenglegur að sjá. Var það Jósep bóndi sem þar
hvíldi. Vörpuðum við fcveðju á hann og gerðum grein fyrir
erindi okkar. Brást karl ókvæða við og gerðist málóður um
hríð. Kvað hann enga möguleika á því að við fengjum næt-
urgistingu í Fannardal Ekkert aukarúm væri til og hlöður
fullar af heyi og því efcki þangað að leita um svefnpláss, en
skaut inn á milli spumingum um ferðalag okkar.
„Það er nú ’rneira helvítið“, sagði hann, „að reka fleiri
hundruð fjár í óleyfi í annarra manna lönd og láta það
bíta upp allt gras sem heimakindurnar eiga að bíta. Það
er nú meira helvítið“.
Sigbjörn hafði orð fyrir okkur bræðrum en við Ragn-
hildur stóðum hjá og lögðum ekkert til málanna lengi vel.
Þegar þjark þeirra hafði staðið góða stund, og ég var satt
að segja farinn að draga í efa að ikarlinn ætlaði að láta sig,
sneri ég mér til Ragnhildar og spurði, hvað væri langt að
Skuggahlíð. En ég spurði svo vegna þess, að einn skóla-
bróðir minn frá Eiðum átti þar heima og ég hafði hálf-
partinn gert mér vonir um að hitta hann í þessu ferðalagi.
Ekki svaraði Ragnhildur þessari spurningu ’minni en í
stað þess blandaði hún sér nú í deilumál hinna. en Jósep
var einmitt í þeirri andrá að endurtaka, að engir mögu-
leikar væru til þess að veita mönnum næturgistingu þar
sem ekki væri til neitt aukarúm. Segir Ragnhildur þá, að
einhver ráð mundu verða með rúm. Við skyldum koma
fram í eldhúisið og fara að ihafa okkur úr bleytunni. Ekki
sagði Jósep orð við þessu, enda Ragnhildur vafalaust þekkt
á það, hvenær henni var óhætt að taka málið í sínar hend-
ur án þess að brjóta nokkuð af sér gagnvart honu'm.
Eftir sikamma stund höfðum við ferðalangar skipt um
sokkaplögg og blautu plöggin komin til þurrkunar við