Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 57
MÚLAÞING
55
eldavélirua. Úrvals toatur var þá líka á borð borinn og
fannst mér þetta allt taka ótrúlega stuttan tíma, enda
rösklega að verki staðið. Ekki reis Jósep úr rekkju til að
matast og færði Ragnhildur honum matinn í rúmið. Að
máltíð lokinni færðum við okkur inn í stofu aftur. Var
Jósep nú hinn ræðnasti og spurði margs af Héraði og sagði
okkur ýmsar sögur, er gerðust meðan hann átti þar heima.
Sagði hann vel fná og eftirminnilega. Brátt hafði Ragnhild-
ur lokið sitörfum í eldhúsi og búið um rúín það er í stof-
unni var boðið góða nótt og hvarf síðan upp stiga er lá úr
eldhúsinu upp á loft. Trúlega hefur þar verið einhver að-
staða til þess að njóta svefns eða næturhvíldar. Við bræður
gengum brátt til hvílu enda þreyttir og hraktir eftir erfiðan
dag. Leið okkur vel og sváfum ágætlega í rúminu hennar
Ragnhildar og grunur minn er sá, að ósvikinn æðardúnn
hafi verið í yfiirsænginni hennar.
St-rax við fyrstu skímu í g'lugga morguninn eftir risum
við úr rekkju, því daginn vildum við taka snemma. Þegar
við komum fram í eldhúsið var Ragnhildur þar komin og
farin að hita á katlinum. Skömmu isáðar kemur Jósep fram,
þá laiklæddur og vel upp færður í gráum lafafrakka, jacket,
eins og hann væri að fara 1 fínasta samkvæmi, drakk með
okkur fcaffið og fylgdi okkur síðan til dyra. Spurðum við
hann þá hvað næturgreiðinn kostaði.
„Sex krónur“, segir Jósep, „þrjár krónur fyrir ykkur og
þrjár krónur fyrir hagabeitina".
Sigbjörn rétti að honum tíu króna seðil.
Karl hikaði í fyrstu en tók síðan við Sieðlinum og segir:
„Ég hef nú enga skiptimynt handbæra, en á erindi út að
Nesi í dag og skal þá koma til ykkar því, sem á milli ber“.
Nú hafði skipt um veður frá því daginn áður, skafheiður
himinn. Frostkul hafði verið um nóttina og héluvottur á
grasi. útlit fyrir indælis veður á komandi degi. Við bræður
hröðuðum göngu okkar inn dalinn og hjöluðum okkar á
milli, að fjárríkur mætti Jósep bóndi vera, ef kindur hans
ætu allt það gras, því trúlega fer hann oftast undir snjó í