Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 58
56
MÚLAÞING
fyrstu vetrarbyljum, svo nærri jökulfönninni sem hann er.
Lömbin höfðu lítilsháttar dreift úr sér á beit með birt-
ingunni, en brátt höfðu’m við smalað þeim saman. Nú voru
þau óþreytt og södd, rákust því vel og laust eftir hádegi
vorum við komnir með þau út undir kaupstaðinn. Varð það
að ráði, að ég gætti hópsins þar meðan Sigbjöm færi að
hitta Jón Sigfúsæn, en hann átti heima utarlega í bænum
og iþví drjúgur spölur að fara. Veður var fagurt, hæg suð-
vestan átt og sólskin, nægur og góður hagi fyrir lömbin.
Þau hreyfðu sig því lítið. Engar kindur voru sjáanlegar í
næsta nágrenni svo engin hætta var á að fé kæmi saman
við reksturinn. Mitt starf var því ekki erfitt og aðallega
fóligið í því að hafa vakandi auga með því, að ekkert af
lömbunum færi að teygja sig út úr aðalhópnum.
Leið nú drjúg stund þar til Sigbjörn birtist aftur. Hafði
Jón brugðist vel við eins og hans var von og vísa, þegar
Sigbjörn kom á fund hans; útvegað okkur f járrétt til afnota
innarlega í bænum og stefnt þangað væntanlegu’m kaup-
endum. Gekk okkur vél að rétta reksturinn. Lítil eða engin
bílaumferð var rum þann spöl af aðalgötunni, sem við
þurftum að fara eftir, og sægur af sitálpuðum börnum kom
til hjálpar.
Þegar lömbin voru réttuð dreif kaupenduma að og við-
skiptin hófust. Tóku menn fjögur til sex og upp í tíu lömb
hver. En þá kom að því sem við bræður höfðum pínulítið
óttast, að erfitt gæti orðið að deila lö’mbunum til hvers og
eins svo alhr yrðu ánægðir, því þótt lömbin væru ekki
áberandi misjöfn að stærð var ekki víst að allir litu eins á.
Sigbjörn tók að sér að útdeila, ef svo mætti segja. Ofur-
lítið bar á óánægju en flestir tóku þess-u vel og ekki nema
einn maður sem var með rövl. Ég gætti dyra og sá um að
allt færi skipulega fram og hver og einn færi með sinn
hlut. Gekk það vel og án árekstra.
Eftir skamma stund var því fátt orðið eftir í réttinni.
Verður mér þá litið upp og sé ríðandi mann koma utan eftir
götunni. Hann beygir upp að réttinni, rennir sér af baki