Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 59
MÚLAÞING
57
bendiir Sigbimi að koína tii sín út að réttarveggnum, lætur
smámynt renna í lófa hans, kastar á hann kveðju, kinkar
kolli til mín, snarast síðan á bak aftur og heidur áfram
inn götuna. Verður mér ætíð minnisstæð þessi mynd af
Jósep. Fór þar saman: karlinn hinn vörpulegasti og sat
hestinn vel, hesturinn fallegur með lipurt fótatak. En brátt
voru þeir félagar horfnir fyrir næsta götuhom og koma
ekki frekar við þessa sögu.
Að stuttri stund liðinni var réttin iíka tóm og hver hafði
fengið sitt. Fórum við bræður þá heim til Jóns og konu
hans Ingibjargar Einarsdóttur frá Fjarðarseli í Seyðisfirði
og sátum hjá þeim ágætu hjónu’m í sóma og yfirlæti fram
yfir hádegi daginn eftir.
Áætlun okkar var sú að fara þennan dag gangandi yfir
Oddsiskarð til Eskifjarðar og komast til Reyðarfjarðar um
kvöldið. Enginn akvegur var þá kominn yfir Oddsskarð og
Fjarðaráin í Norðfirði óbrúuð.
Laust eftir hádegið höfðum við Sigbjörn kvatt okkar
ágætu gestgjafa, tilbúnir að leggja í gönguferðina. Rennir
þá vörubíll upp að húsi Jóns. Er þar kominn Ingólfur bróð-
ir 'hans og býðlur okkur að stíga upp í bílinn, hann ætli
að skjóta okkur í matarhléinu inn á móts við Skuggahlíð.
Vorum við að vonum mjög þakklátir fyrir þessa greiða-
semi. Allt gekk þetta að óskum. Lítið vatn var í ánni og
komu’-n við að Skuggahlíð skömmu síðar. Frétti ég þá, að
skólabróðir minn sem ég minntist á áður væri ekki heima;
hafði verið í vegavinnu um sumarið og væntanlegur heim
einhvern næsta dag. Svo fundum okkar bar ekki saman í
það sikiptið. Samt komumst við ekki undan því að þiggja
kaffi hjá Guðjóni bónda, áður en við legðum í fjallgönguna.
Eins og kunnugt er nú er vegurinn yfir Oddsskarð einn
af hæstu akvegum landsins, en ekki langur að sa'ma skapi.
Fengum við ágætis færð á skarðinu því föl það, sem fallið
hafði daginn sem við komum yfir Fönn, hafði fokið saman
í skafla og á þeim gott gangfæri. En dag er farið að stytta