Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 60
58
MÚLAÞING
um þetta leyti árs, svo rÖkkur var komið á, er við komum
til Eskifjarðar.
Stuttan spöl höfðum við farið eftir aðalgötunni í þorp-
inu er við urðum varir við vörubíl er við bárum kennsl á.
Var hann í eigu Kaupfélags Héraðsbúa. Kaupfélagið hafði
þá eignast nokkra vörubíla og fór þei*m fjölgandi eftir því
sem vegir teygðu sig lengra eftir Héraðinu. Flesta þessa
bíla fékk K.H.B. óyfirbyggða utanlands frá og lét yfir-
byggja þá á Reyðarfirði og fékk til þess hagleiksmenn þar
á staðnum. Voru allmargir þeirra með tvöföldu húsi, sem
kallað var, þ. e. a. s. bekk var komið fyrir fyrir aftan
bílsitjórasiætið svo fjórir til sex menn gátu komist fyrir.
Þótti þetta oft koma sér vel, ekki sc'st að haustinu til þegar
öllu sláturfé af verslunarsvæði K.H.B. var lógað á Reyðar-
firði og því oft margt um manninn en bílakostur, utan
vörubíla K.H.B., mjög lítill, en kaldsamt fyrir menn að
húka á palli vörubíla^ hvemig sem viðraði. Þóttu því þessi
tvöföldu hús hið mesta þing og urðu vinsœl meðal við-
skiptamanna. Við bræður urðum því harla glaðir er við sá-
um bílinn þarna og hröðuðum för okkar á fund bilstjórans.
Kom þá í iljós, að bíllinn hafði verið sendur einhverra er-
inda til Eiskifjarðar og var í þann veginn að leggja á stað
til baka, beið eftir tveim bændum ofan af Héraði, sem voru
að reka erindi sín við bankaútibúið. Var ekkert því til fyr-
irstöðu, að við fengjum að fljóta með til Reyðaxfjarðar.
í sö’mu andrá birtust bændumir, sem beðið var eftir, og
bíllinn rann af stað.
Á Reyðarfirði var þá enginn auglýstur gististaðui\ og
alloft erfiðleikum bundið að fá gistingu, ekki síst í haust-
kauptíð, þegar alveg óvenju margir af Héraðsbúum vom
staddir 1 þorpinu samtímis. Greiðasala var á tveim stöðum.
Þar mátti fá mat og kaffi en gistiaðstaða mjög takmörkuð.
Aðra þessa greiðasölu rak Áslaug Mack. sem gift var Þor-
steini Pálssyni, gömlum Héraðsmanni. Gistu’m við Sigbjörn
jafnan hjá þeim hjónum, þegar við þurftum að vera nætur-
sakir á Reyðarfirði.