Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 64
62
MÚ L AÞ IN G
footnar á þveran dalinn, og liggja heiðar á milli allra f jarða
og Fljótsdals.
Næst Fljótsidal er Njarðvík og þar kirkja. Þá er Borgar-
fjörður. Kirkja á Desjarmýri. Kirkja í Húsavík. Þá er Loð-
mundarfjörður. Kirkja á Klyppstöðum. Seyðarf jörður.
Kirkja á Dvergasteini. Mjóafjörður. Kirkja í Firði. Norð-
fjörður. Kirkja á Skorrastöðum. Þá er Hellisfjörður og
Viðfjörður. Þeir ganga báðir suður af Norðfirði. Þá er
fjail mikið er heitir Gerpir, er Sandvík fyrir norðan það,
en Krossavík fyrir sunnan og byggjast hvár tveggi. Þá er
Eskifjörður, er gengur norður af Reyðarfirði. Kirkja á
Hólmum. Þá er Sikrúðsfjörður. Kirkja á KolfreystöðrPm.
Þá er Stöðvarfjörður. Kirkja á Stöð. Breiðdalsf jörður.
Kirkja að Heydölum. Berufjörður. Kirkja að Berunesi og
Berufirði. Þá eru Álftafirðir 2. Kirkja í þeim enum eystra
að Hálsi og kirkjiur 2 í enum syðra að Hofi og Þvottá“.
Nokkurn fróðleik úr sögu sumra þessara fomu kirkju-
setra á Austurlandi er nú í ráði að birta í Múlaþingi, svo
að þeir, sem lesa, viti gjörr hvað við sig er um hina virðu-
legustu bæi í fjórðungnum. Segir hér fyrst frá Ási í Fell-
um, en elzta heimild um kirkju undir Ási er Vilkinsmáldagi
1397. Staðurinn var höfðingjasetur og engra kennimanna
er þar getið fyrr en seint á 16. öld. Bændur á Ási fengu
kirkjunni tekjiur í öðru’m jörðum. 1544 samþykkir Gizur
biskuip t. d., að Snjólfur bóndi Rafnsson hafi fengið Ás-
fcirkju hálft Hafrafell, 9 hundruð, og 1 hundrað í Krossi,
fyrir 10 hundruð í heimalandi. Snjólfur, sem var son Rafns
lögmanns Brandssonar, var umboðsmaður konungs í Múla-
þingi talinn. hafa hialdið Múlasýslu, jafnvel alla 1483—1513.
Eiríkur son hans tók við búi af honum á Ási sem enn verð-
ur greint. Á undan Snjólfi bjó á Ási Þorgils Finnbogason,
sem keypti jörðina 1463 af Magnúsi Ámasyni. Er kaup-
bréfið varðveitt með tilgreindum eignum og ítökum kirkj-
unnar. Galt hann fyrir: Ljótsstaði í Vopnafirði, hálfa
Breiðumýri í Reykjadal og Áland í Þistilfirði. En 1491