Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 65
MÚLAÞING
63
greinir, að Áskirkja átti 12 kúgildi og 2 hundruð þar til og
22 hundruð í fasteign. Liggja til kirkjunnar 8 sóknarbæir.
I eigu Snjólfs á Ási var merkileg bók, talin rituð um eða
eftir ’miðja 14. öid. Bókin er í stuttu og breiðu arkarbroti,
tveimur dálkum á blaðsíðunni og 27 línum. Fyrirsagnir
með rauðu 1-etri og upphafsstafir með litum, helzt bláir
eða grænir. Hefst bókin á upphafi Jóhannesarguðspjalls
og þar næst latínubæn, þá er kafli um Móiseslög og svo
segir frá dómsdags undrum. Á næstu síðu er dreginn upp
konungur í hásæti með kórónu á höfði, glófa á höndum,
spjót í vinstri hendi og öxi í hægri og horfir hann í eggina.
Þá er sfcráð Jónsbók og þar á eftir réttarbætur 3, sem
komnar eru inn 1 texta Jónsbókar í síðari afskriftum. Enn
er myndskreyting: biskup sitjandi ’með mítur á höfði og
bagal í vinstri hendi, en á hægri hendi réttir hann upp 3
fingur til að blessa. Þá hefur upp kristnirétt nýja en lög-
tekna, en þar næst er kristniréttur fomi. Næst á eftir eru
tíundarlög Gizurar biskups og fleira er á bókina merkilegt
skrifað. Er hún hinn mesti kjörgripur og hefur legið lengi í
góðri vörzlu undir Ási. því að Eiríkur Snjólfsson erfði hana.
Dóttir hans og seinni konunnar, Þuriðar Þorleifsdóttur,
Grímssonar á Möðruvöl'lum í Eyjafirði, Halldóra, átti
Magnús Bjö'msson prests á Melstað Jónssonar. Arasonar. í
þeirra ætt barst bókin vestur að Kolbeinsá í Strandasýslu.
Um fleiri hendur. það allt kunnugt, til Bjarna Bjamason-
ar í Arnarbæli á Fellsströnd og er bókin kennd við þann
stað. Hin fræga Arnarbælisbók, sem komst í Ámasafn um
hendur Páls Vídalíns, mætti fremur bera nafn staðarins
undir Ási í Fellum, enda upp mnnin eystra.
I ársbyrjun 1566 seldi Eiríkur Þuríði konu sinni jörðina á
Ási með öllum þeim gögnu'm og gæðum, rekum og hlunn-
indum, sem fylgir og fylgt hafa að fomu og nýju. Á móti
afhendir Þuríður manni sínum 16 hundruð og 20 í jörðum
sem hún átti í Eyjafirði, en tilskilið, að Ólöf, skilgetin
dóttir þeirra hjóna, erfði Ás. Þá lýsti Eiríkur því, að kirkj-
an undir Ási ætti jarðimar Hafrafell, Kross og FjaHssel.