Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 66
64
MÚLAÞING
Það talar sínu máli um jarðarstærð og gæði á Ási, að 3
jarðir góðar og no'hkurt laust fé þarf til lags á móti hálfri
staðarj örðinni, kirkjuhlutanum.
Tiltækir eru 2 máldagar Áskirkju frá fyrri öldu'm, Vilk-
ins máldagþ eins og greindi, og úttektargerð Gíisla biskups
Jónssionar um 1576. Annar hins forna, hinn þess nýja
siðar. Máldagarnir eru prentaðir í Fornbréfasafni, en af
því hve það er á fárra manna færi, sfeulu þeir raktir nokk-
uð hér. 1397 á Maríukirkjan á Ási 'hálft heimaland, 4 kýr,
4 ær og 20 hundruð í vöru. Refil dúklauisan 12 álna lang-
an. Maríuskrift, glóðarker og eldbera. Glerglugg, kerta-
stiku, baksturisjám, lás, 4 klukkur messiuklæði, kaleik,
tjöld lumhiverfis sig, forn altarisklæði 3, kamtarakápu,
klakahögg. Þangað liggur tíund með lýsitollum milli Teig-
arár og Rangár. Prestur skal vera undir Ási og taika 4 merk-
ur í laun. Þar á að fæða fátækan mann frá pálmadegi og
fram yfir páskaviku, eða í hálfan tnánuð. Þá á kiirkjan 5
hundruð í Hofi. Ýmist enn í gripum og skrúða, sem bendir
ti'l þess, að kirkjan væri ein hinna stærri og ríkari á þess-
um tíma. — Gísla máldaginn hefst á hinu sama höfuð
atriði, að kirkjan eigi hálft heimaland. En nú eru siðskipti
orðin og nafni Maríu, vemdardýrlings kirkjunnar; sleppt.
Lí'kneski horfin og fleiira umskipt. Kirkjan á ein alfær
messuklæði og lausan hiökul, lasinn serk einn kaleik og
annan brotinn, tvo altarissteina, þrjá ailtarisbúninga, slopp
vondan. Tuttugu bækur með vondum og góðum, formadúk
og krossa tvo, steintjald, stóran bókafor’ma, lítinn lektara,
sikrúðasitokka tvo. Einnig þrjár klukkur, kórbjölliu, glóðar-
ker og koparpípu. „En þann gamla lepp lét Eiríkur bóndi
sigla og að nýju upp gjöra“. Altarisklæði er gilitofið, segir,
áður en taldar eru 3 kýr og 3 ásauðarkúgildi og hestur og
3 hundruð í geldum peningum og jarðeign hin siama og
1397. Hér við bætt: fjórðungur í Ósreka (Unaós-) öllum
bæði hvals og viðar, einnig fjórðungur í Sleðbrjótsreka,
hvals og viðar, og hundrað lamba rekstur í Vesitureyjar í
Ketilsistaðaland (í Hlíð).