Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 67
MÚL AÞING
65
Sóknarbæir eru öll byggð ból milli Teigarár og Rangár
og má þar aðeins geta þess við, að Urriðavatn er nefnt
Andríðavatn.
Enda þótt Gísla máldagi geti ekki. var hálfkirkja á
Skeggjastöðum og bænhús á Ekkjufelli. hvort tveggja
niður lagt á 17. öld.
Milli kirkjuskoðunar Vilkins og Gísla Jónssonar líða
nær 180 ár. Á þeim tíma hafði orðið sú breyting, sem sið-
skiptunum hlaut að fylgja. Þó er munur þessara ’máldaiga
ekki mikill. Nöfn og líkneski dýrlinganna horfin, en bæk-
ur, væntanlega Nýja testamenti í þýðingarfrágangi Odds
og önnur norrænurit til söngs og lestrar, bæta þann missi
og er raunar táknrænt. — Eiríkur Snjólfsson hafði alizt
og elzt í kaþólsku landi. Þau er heldur ekki laus við þykkju
orð hins lútherska biskups um „þann garnla lepp“. sem
bóndinn hafði látið gera upp erlendis. Líklega var það
altarisfclæði með Maríumynd. En rækt Eiríks kemur hér
glöggt fram við þá hluti, sem honum voru heilagir. Og vel
geymdi hann hinnar merku skinnbókar föður síns, sem áður
gat.
Síra Snjólfur Bjarnason vígðist að Asi 1606 og hélt stað-
inn til æviloka 1649. Með honurn hefst óslitin röð Áspresta
allt fram til síra Sigurðar Gunnarssonar, hins síðasta stað-
arprests, er fór frá Ási vorið 1884 að Valþjófsstað, þegar
síra Lárusi Halldórssyni frá Hofi hafði verið komið burt
þaðan. — Æviskrár Páls Eggerts Ólasonar kunna ekki
frændaskil á síra Snjólfi, en grunur er á, að hann væri af
ætt þeirra lögréttumannanna á Ási, Snjólfs og Eiríks, enda
á hann Eirík fyrir son, sem mun hafa búið á Ási. er enn
var óðal, en ekki prestsetursjörð. Kona síra Snjólfs var
Arndís dóttir Þorvarðs prests í Vallanesi Magnússonar.
Knýttust þar bönd yfir „Lagarfljót milli staða“, en svo
heitir Fljótið þar sem Ás er að norðan og Vallanes austan.
Hálftíma gangur á js.
Næstur síra Snjólfi tekur staðarþjónustu undir Ási síra
Einar Jónsson og eftir hann síra Bjami sonur hans. Tími