Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Side 68
66
MÚLAÞING
þessara feðga að brauðinu og svo á staðum sjálfum frá vori
1669, er Brynjólfur biskup hafði hreppt Ás og gefið til
prestseturs í vonbrigðum og sorgum dóttur'mála sinna,
tekuir til 80 ára. Einar prestur var fæddur á Skriðuklaustri
1616, son Jóns klausturhaldara Björnssonar. Hann varð
heimilisprestur á Skriðuklaustri 1641, féfck Ás 1649 og þjón-
aði báðum kirkjunum til 1674, er hann sleppti klaustrinu.
Fram til þess tíma, er hann settist að Ási bjó hann á Bessa-
stöðum og síðan Arnheiðiarstöðum. Þess má geta, að til eru
frá hans hendi píslarpredikanir og líkræðnaþýðingar eftir
doktor Mt. Hoe og fleiri. — Kona síra Einars var Sesselja
dóttir síra Bjarna á Kolfreyjiustað Ormssonar. Voru dætur
þeirra Sigríður, sem átti Berg lögréttumann á Hafursé
Einarsson, e>n við hann er Bergsbás kenndur, Guðríður átti
Pétur í Gagnstöð Einarsson og Margret Skúla lögréttumann
á Urriðavatni Sigurðsson. Tveir synir þeirra hjóna hétu
nafni afa síns á Kolfreyjustað. Bjami eldri var ráðsmaður
Brynjólfs bisfcups yfir jarðeigmím hans í Austfjörðum og
síðan síra Torfa 1 Gaulverjabæ yfir sömu eignum. Bjó
hann í Mýnesi og síðast í Húsavík eystri, þar sem hann
andaðist barnlaus 1710. — Bjarni yngri var fæddur 1652.
Dó á Ási vorið 1729, kominn kör. Hann vígðist aðstoðar-
prestur föður síns 1683, fekk Ásprestakall 16. júní 1690.
Eins og síra Snjólfur sókti hann sér konu yfir Fljótið milli
staða. Var hún Guðrún dóttir síra Stefáns skálds Ólafsson-
ar. Einar son þeirra varð kapelán á Hofi í Vopnafirði, Guð-
rún dóttir þeirra átti Jón prest Oddsson, sem enn er minnzt
vegna greinargerðar um reimleika á Hjaltastað, en Sesselja
giftist síra Þórarni Jónssyni á Þvottá í Álftafirði og síðan
Skorrastað í Norðfirði. Síra Bjarni átti merkilega bók, sem
nú er varðveitt 1 Árnasafni, þangað komin um hendur Jóns
Vídalíns. Er elzta efni bókarinnar skráð um 1450 og svipar
henni mjög til hinnar fyrri Ásbókar, se'm getið var hér að
framan og kennd er við Amarbæli á Fellsströnd. Aðal-
kafli þessarar bókar er Jónsbók nokkuð frábrugðin öðr-
um handritum. Síðan upp hefur hinn nýrra kristnirétt;
J