Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Page 71
MIJLAÞING
69
allir saman ko'mnir heima á Breiðabólstað og gengu hempu-
klæddir til kirkju og var faðir þeirra hinn níundi. Var
þetta á Jónsmessu, en fáum dögum síðar gengu þeir samian
í fylking á prestastefnu á alþingi á Þingvöllum. Þá kom
síra Þórður austan frá Refstað í Vopnafirði, en 1755 hafði
verið fyrir hann lagt að taka þann stað og eiga engar
undanfærslur að hafa dugað honum. Þar sat hann til far-
daga 1767_ er hann fluttist að Ási, fátækur eins og fleiri
Refstaðarprestar. Munur brauðanna tveggja í Vopnafirði
var mikill. Hof jafnan eftirsókt og tekjusælt, en Refstaður
rýr. Vegna nalægðar hins stóra staðar á Hofi virtiist og
Refstaður enn síðri en efni stóðu til. Annars þurfti það
ekki að vera skýringin um síra Þórð Högnason. Hann var
jafnan fátækur og lítill bóndi — bæði undir Ási og í Kirkju-
bæ í Hróarstungu. Dvöl hans þar var þó á hallæristímanum
1781—1791 og var því ekki annars von, en hann ætti þar
erfitt. En frábær þókti síra Þórður að minni og næmi sem
frændur hans ’margir. Gunnlaugur son hans varð prestur
á Hallormsstað, en Þórður Gunnliaugsson á Ási 1832—1837,
er hann lézt aðeins 46 ára, sem enn mun greina. Höfðu 5
prestar setið undir Ási milli þeirra nafnanna.
Vigfús Ormsson vígðist að Ási vorið 1777. Hann var
Rangæingur eins og síra Þórður og ólíkur honum a. m. k.
um það, að hann gerðist einn stærsti og umsvifamesti bóndi
á Austurlandi. Þar sem í ráði er að sérstakur þáttur birtist
í Múlaþingi um þennan mikla búhöld, sem fór frá Ási að
Valþjófsstaðarbrauði 1789; verður þess: eins getið hér, að
hann byggði allan staðinn á Ási upp og umbreytti húsa-
skipan til hins bezta hagræðis á þeim 12 áru'm, sem hann
sat þar. Er því frá þeim fádæmum að greina, að undir
Ási var meiri reisn og glæstara umhorfs eftir móðuharð-
indi en fyrir.
Næsti Ásprestur flúði frá brauði sínu og stað í Firði í
Mjóafirði í fátækt og eymd eftir harðindin — og er það
venjulegri og almennari saga úr þjóðlífinu undir lok 18.
aldarinnar. Það var síra Guðmundur Skaftason prests að